Virknistaða á TikTok

Farðu í kafla


Getur þú séð ef einhver er virkur á TikTok?  •  Hvernig er hægt að sjá virknistöðu einhvers á TikTok  •  Hvernig á að kveikja og slökkva á virknistöðu á TikTok 






Getur þú séð ef einhver er virkur á TikTok?


Þú getur séð þegar þínir sameiginlegu fylgjendur - notendur sem þú fylgir og fylgja þér til baka - eru virkir eða voru síðast virkir á TikTok ef báðir hafa kveikt á Virknistaða. Þetta þýðir jafnframt að þínir sameiginlegu fylgjendur geta séð hvenær þú ert virkur eða varst síðast virkur á TikTok. Ef aðeins annar aðilinn er með kveikt á þessari stillingu, getur hvorugur séð virknistöðu hins.

Athugaðu: Þú verður að hafa náð 18 ára aldri til að fá aðgang að þessum eiginleika.






Hvernig er hægt að sjá virknistöðu einhvers á TikTok


Þú getur séð þegar sameiginlegur fylgjandi er virkur eða var síðast virkur á ýmsum stöðum á TikTok:

Notandi virkur
•  Þegar notandi er virkur á TikTok þá birtist grænn punktur á prófílmynd viðkomandi
•  Hafðu í huga að græni punkturinn getur verið sýnilegur í einhvern tíma eftir að notandi verður óvirkur á Tiktok.
•  Þú sérð þessa virknistöðu í þínu Pósthólfi, skilaboðaþráðum, Prófíl hjá sameiginlegum fylgjanda, og lista yfir notendur þegar þú velur einhvern til að merkja í athugasemd eða deila TikTok myndbandi.

Síðasta virknistaða
•  Þegar einhver er óvirkur á TikTok, er birtur tímastimpill sem sýnir hvenær notandi var síðast virkur.
•  Þú sérð þennan tímastimpil í þínu Pósthólfiog skilaboðaþráðum.

Athugaðu: TikTok sýnir virknistöðu allt að 2 dögum aftur í tímann. Ef einhver var síðast virkur fyrir meira en 2 dögum, þá er enginn virknistaða sýnd.






Hvernig á að kveikja eða slökkva á virknistöðu


Þú getur kveikt og slökkt á þinni virknistöðu í persónuverndarstillingum hvenær sem er. Hafðu í huga að þegar þú slekkur á Virknistaða, þá geta þú og þínir sameiginlegu fylgjendur ekki séð virknistöðu hvers annars, jafnvel þótt þeir hafi kveikt á sinni virknistöðu.

Til að slökkva og kveikja á Virknistöðu skaltu:
1. Í TikTok appinu, pikka á Prófíll neðst.
2. Pikka á Valmynd hnappinn efst.
3. Pikka á Stillingar og persónuvernd og síðan Persónuvernd.
4. Kveikja eða slökkva á stillingunni Virknistaða. Sjálfgefið er slökkt á þessari stillingu.


Var þetta gagnlegt?