Notkun tónlistar í viðskiptalegum tilgangi á TikTok

Þegar þú birtir efni sem kynnir vörumerki, vöru eða þjónustu mælum við með því að þú notir aðeins tónlist úr tónlistarsafninu okkar þar sem búið er að fá leyfi fyrirfram til notkunar á henni í viðskiptaskyni. Það er vegna þess að leyfin sem við höfum fyrir tónlist utan tónlistarsafnsins ná ekki til viðskiptalegrar notkunar tónlistar í efni.

Ef þú ákveður að nota upprunalegt hljóð eða tónlist utan tónlistasafns okkar verður þú að samþykkja staðfestingu á notkun tónlistar þegar kveikt er á stillingunni um upplýsingagjöf fyrir efnið. Það staðfestir að engin höfundarréttarvarin tónlist er í myndbandinu eða að þú hafir fengið og borgað fyrir öll nauðsynleg leyfi til að nota tónlistina.

Ef þú ert að birta myndband sem hluta af TikTok herferð geturðu fengið meiri upplýsingar um notkun tónlistar á markaðstorgi efnishöfunda á TikTok.


Var þetta gagnlegt?