Fyrstu skref

Ef þú lendir í vandræðum með TikTok appið skaltu prófa þessa úrræðaleit.


Nýjasta útgáfa

Passaðu að tækið þitt noti nýjustu útgáfur TikTok-appsins. Við mælum með því að stýrikerfi tækisins sé uppfært.

Endurræstu appið og tækið þitt
Fyrst mælum við með því að þú endurræsir TikTok-appið og tækið þitt. Það leysir oft vandamál eða losar um geymslugögn.

Athugaðu nettenginguna
Veikt gagnamerki eða Wi-Fi-merki getur einnig haft áhrif á upplifun þína á TikTok. Prófaðu að skipta yfir á milli Wi-Fi og farsímanets til að skoða hvort tenging sé vandamálið.


Hreinsaðu geymslugögn appsins
Ef nettengingin er ekki vandamálið skaltu prófa að hreinsa skyndiminni appsins. Það fjarlægir tímabundnar skrár sem gætu valdið vandamálum.


Tiltækileiki eiginleika

Við erum stöðugt að koma með nýjungar og þróa nýja eiginleika til að virkja sköpunargáfu fólk og notendaupplifunina á TikTok. Við prófum reglulega eiginleika með takmörkuðum hópi notenda til að fá ábendingar. Það þýðir að sumir nýir eiginleikar eða breytingar gætu ekki verið í boði fyrir þig enn sem komið er.

Til að hreinsa skyndiminnið:

1. Pikkaðu á Prófíll neðst í TikTok-appinu.

2. Pikkaðu á hnappinn Valmynd ☰ efst og síðan á Stillingar og persónuvernd.

3. Pikkaðu á Losa um pláss.

Héðan skaltu:

•  Til að hreinsa skyndiminnið skaltu pikka á Hreinsa við hliðina á Skyndiminni og pikka síðan aftur á Hreinsa til að staðfesta.

•  Til að eyða niðurhali skaltu pikka á Hreinsa við hliðina á Niðurhal. (nefna hvaða tegundir niðurhals þetta eru - sjá skjámynd í fyrri athugasemd)

•  Til að eyða drögum skaltu pikka á Stjórna við hliðina á Drög. Pikkaðu á Velja og veldu síðan drögin og pikkaðu á Eyða.


Ef þú hefur fylgt leiðbeiningunum hér að ofan og vandamálið er enn fyrir hendi skaltu tilkynna vandamálið svo að við getum aðstoðað þig frekar.





Var þetta gagnlegt?