Athugasemdir

Fara í kafla


Hvernig hægt er að setja inn athugasemd við TikTok-færsluHvernig á að eyða athugasemd




Hvernig hægt er að setja inn athugasemd við TikTok-færslu


Til að setja inn athugasemd við færslu:
1. Farðu í færsluna sem þú vilt setja athugasemd við.
2. Pikkaðu á hnappinn Athugasemdir við hliðina á færslunni.
3. Pikkaðu á Bæta athugasemd við.Hér geturðu:
༚ Slegið inn athugasemd.
༚ Pikkað á Hlaða upp mynd (á völdum svæðum) og valið mynd úr tækinu þínu til að setja inn athugasemd með mynd.Ef þú ert að setja inn athugasemd með mynd í fyrsta sinn þarftu að veita appinu aðgang að myndunum í tækinu.
4. Pikkaðu á hnappinn Birta athugasemd.Ef athugasemd gæti talist óviðeigandi birtist hugsanlega kvaðning þar sem spurt er hvort þú viljir endurskoða birtingu hennar.Hafðu í huga að óviðeigandi athugasemdir gætu verið fjarlægðar.




Hvernig á að eyða athugasemd


Ef þú vilt eyða athugasemd sem þú birtir eða í færslu hjá þér:
1. Pikkaðu á hnappinn Athugasemdir í TikTok-appinu, við hliðina á færslunni.
2. Ýttu á athugasemdina sem þú vilt eyða og haltu inni.
3. Pikkaðu á Eyða.

Til að fjöldaeyða athugasemdum í færslu:
1. Pikkaðu á hnappinn Athugasemdir í TikTok-appinu, við hliðina á færslunni.
2. Pikkaðu á hnappinn Síur efst eða ýttu á athugasemd og haltu inni og pikkaðu síðan á Stjórna mörgum athugasemdum.
3. Veldu athugasemdirnar sem þú vilt eyða.Þú getur valið allt að 100 athugasemdir.
4. Pikkaðu á Eyða og staðfestu valið.

Ef þú ert að fá athugasemdir sem þú vilt ekki fá geturðu notað önnur verkfæri til að sía athugasemdir.

Tilkynna athugasemdir Við vinnum stöðugt að því að halda uppi öruggu, jákvæðu og vinalegu samfélagi.Skoðaðu hvernig þú getur tilkynnt athugasemdir sem þú telur brjóta gegn viðmiðunarreglum okkar fyrir samfélagið og útilokað aðra reikninga svo að þeir geti ekki sett inn athugasemdir við vídeó frá þér.Ef þú lokar á reikning skaltu hafa í huga að sá aðili getur ekki skoðað vídeóin þín eða átt samskipti við þig í gegnum bein skilaboð, athugasemdir eða það sem viðkomandi fylgir og lækar.

Var þetta gagnlegt?