Það er bæði gælunafn og notandanafn á TikTok-reikningnum þínum. Gælunafn er nafnið á reikningnum þínum. Það birtist á ýmsum stöðum á TikTok, til dæmis í Fyrir þig streyminu, athugasemdum og beinum skilaboðum. Notandanafnið þitt er ekki það sama og gælunafnið þitt. Það inniheldur merki svo sem @notandanafn sem er tengill á prófílinn þinn.
Til að breyta gælunafninu þínu á TikTok skaltu:
1. Pikka á Prófíll neðst í TikTok-appinu.
2. Pikka á Breyta prófíl.
3. Pikka á Nafn.
4. Slá inn hentugt gælunafn. Þú getur slegið inn allt að 30 stafi. Hafðu í huga að gælunöfn verða að vera í samræmi við viðmiðunarreglur samfélagsins og að bara er hægt að breyta þeim einu sinni á 7 daga fresti.
5. Pikka á Vista.
Nánar um hvernig þú breytir notandanafninu þínu.