Athugasemdir á TikTok Í BEINNI

Farðu í kafla 


Um athugasemdir á TikTok Í BEINNI  •  Samfélagsmerktar athugasemdir á TikTok Í BEINNI  •  Hvernig á að hafa umsjón með athugasemdum á TikTok Í BEINNI 






Um athugasemdir á TikTok Í BEINNI


Sem efnishöfundur eða umræðustjóri á TikTok Í BEINNI geturðu stjórnað og átt samskipti í spjallinu á margvíslegan hátt, þar á meðal með því að:
•  Kveikja eða slökkva á athugasemdum.
•  Þagga athugasemdir frá tilteknum áhorfendum í tiltekinn tíma.
•  Tilkynna og sía ókurteisar athugasemdir, ruslefni eða samfélagsmerktar athugasemdir.*
•  Fara yfir síaðar eða samfélagsmerktar athugasemdir til að samþykkja þær eða fela þær varanlega úr spjallinu.*
•  Senda sjálfvirkar athugasemdir í spjallinu Í BEINNI til að láta áhorfendur vita að þú hafir valið að sía athugasemdir. Þessi stilling er bara í boði fyrir efnishöfunda.*
•  Útiloka athugasemdir sem innihalda valin leitarorð eða setningar.*
•  Pinna athugasemdir efst í spjallinu Í BEINNI.*
•  Þýða athugasemdir yfir á sjálfgefið tungumál appsins hjá þér.*
*Bara í boði í TikTok-appinu.

Nokkrir hlutir sem gott er að vita:
•  Aðeins efnishöfundar sem uppfylla gjaldgengisskilyrðin geta farið Í BEINA á TikTok.
•  Umræðustjórar geta bara notað athugasemdastillingar ef þeir fá heimild frá efnishöfundinum.
•  Til að fara Í BEINA í vafra þarftu að sækja stúdíó Í BEINNI (Windows) eða OBS Studio (Linux, macOS eða Windows). Umræðustjórar Í BEINNI þurfa ekki að hafa aðgang að stúdíói Í BEINNI eða OBS Studio þegar þeir stýra umræðu í vafra.






Samfélagsmerktar athugasemdir á TikTok Í BEINNI


Samfélagsmerktar athugasemdir eru athugasemdir sem TikTok-samfélagið lokaði áður á, þaggaði á eða tilkynnti sem óvinsamlegar, ruslefni eða móðgandi. Ef þú velur, sem efnishöfundur, að sía samfélagsmerktar athugasemdir meðan á Í BEINNI stendur verða þessar athugasemdir ekki sýnilegar áhorfendum og þær birtast máðar fyrir þér og umræðustjórum þínum.






Hvernig á að stjórna athugasemdum á TikTok Í BEINNI


Sem efnishöfundur eða umræðustjóri á TikTok Í BEINNI geturðu valið að leyfa, útiloka eða sía athugasemdir beint í stillingum á Í BEINNI eða spjalli.


TikTok-appið


Í stillingum Í BEINNI
1. Pikkaðu á hnappinn Bæta við færslu + neðst.
2. Pikkaðu á Í BEINNI neðst. Þú gætir þurft að fletta til hliðar til að finna hann.
3. Pikkaðu á Stillingar.
4. Pikkaðu á Athugasemdastillingar og veldu síðan það sem þú vilt nota fyrir eftirfarandi stillingar:
   ༚  Leyfa athugasemdir: Kveiktu eða slökktu á athugasemdum fyrir áhorfendur meðan á Í BEINNI stendur. Sjálfgefið er kveikt á þessari stillingu.
   ༚  Sía athugasemdir: Veldu hvaða athugasemdir þú vilt sía, þar á meðal ruslefni, mögulega ókurteisar og samfélagsmerktar athugasemdir. Athugasemdir sem eru mögulega ókurteisar eða ruslefni eru sjálfgefið síaðar, en þú getur slökkt á síum fyrir hvort tveggja. Þessi stilling er bara í boði fyrir efnishöfunda.
   ༚  Lengd þöggunar: Veldu hversu lengi þú vilt þagga athugasemdir frá tilteknum áhorfanda. Þú getur valið að þagga athugasemdir viðkomandi allan tímann meðan á Í BEINNI stendur eða tiltekinn tíma.
   ༚  Útilokuð leitarorð: Þú getur bætt allt að 500 leitarorðum eða setningum við sem þú vilt útiloka og fela í spjalli Í BEINNI. Hvert leitarorð getur verið allt að 30 stafir. Athugasemdir sem innihalda útilokuð leitarorð verða ekki birt þér eða áhorfendum þínum meðan á Í BEINNI stendur. Einnig verða svipaðar útgáfur af leitarorðum sem þú bætir við líka útilokaðar. Ef þú útilokar til dæmis „vont“ verður líka lokað á „vonska“ og „vonttt“. Þú getur slökkt á stillingunni til að útiloka bara það tiltekna leitarorð sem þú bætir við.
   ༚  Sýna athugasemdina sem mest er send: Þegar sama athugasemdin er send innan skamms tímabils mun hún sjálfgefið birtast fyrir utan athugasemdasvæðið. Þú getur slökkt á stillingunni til að stýra hvernig athugasemdir birtast.

Í spjalli Í BEINNI
1. Meðan á Í BEINNI stendur skaltu pikka á athugasemdina sem þú vilt stjórna í spjallinu. Þú getur einnig pikkað á prófíl áhorfandans og pikkað síðan á Meira ... hnappinn.
2. Veldu hvernig þú vilt stjórna athugasemdinni:
   ༚  Svara áhorfenda: Svara athugasemd áhorfandans í spjallinu.
   ༚  Pinna athugasemd: Pinna athugasemd efst í spjallinu í skamman tíma.
   ༚  Þýða: Þýða athugasemdina yfir á sjálfgefið tungumál appsins hjá þér. Til að breyta athugasemdinni aftur í upprunalegt tungumál, pikkaðu aftur á þýddu athugasemdina. Þýddar athugasemdir birtast bara þér í spjallinu.
   ༚  Þagga reikning: Þagga athugasemdir frá áhorfanda í tiltekinn tíma. Viðkomandi mun fá tilkynningu um að einstaklingurinn hafi verið þaggaður og getur ekki sent inn athugasemdir, nema viðkomandi sé afþaggaður eða tímalengd þöggunar ljúki.
   ༚  Útiloka: Útiloka athugasemd áhorfanda. Viðkomandi mun fá tilkynningu um að einstaklingurinn hafi verið útilokaður og getur ekki sent inn athugasemdir eða horft á núverandi vídeó efnishöfundar Í BEINNI nema opnað sé á viðkomandi.
   ༚  Tilkynna: Tilkynna athugasemd áhorfanda.


Umræðustjórar með veittar heimildir geta pikkað á Deila neðst Í BEINNI og síðan á Stillingar til að stjórna athugasemdum.


Vafri


Úr stillingum Í BEINNI
1. Fyrir eða á meðan á Í BEINNI stendur skaltu smella á hnappinn Stillingar á Í BEINNI-spjallborðinu.
2. Smelltu á Stilingar fyrir umræðustjórnun.
3. Smelltu á Athugasemdastillingar og veldu síðan það sem þú vilt nota fyrir eftirfarandi stillingar:
   ༚  Athugasemdir: Kveiktu eða slökktu á athugasemdum fyrir áhorfendur meðan á Í BEINNI stendur. Sjálfgefið er kveikt á stillingunni.
   ༚  Lengd þöggunar: Veldu hversu lengi þú vilt þagga athugasemdir. Þú getur valið að þagga athugasemdir allan tímann sem þú ert Í BEINNI eða í ákveðinn tíma.

Í spjalli Í BEINNI
1. Í BEINNI, smelltu á athugasemd áhorfandans sem þú vilt stjórna í spjallinu. Þú getur einnig smellt á prófíl áhorfandans.
2. Veldu hvernig þú vilt stjórna þessari athugasemd:
   ༚  Svara: Svara athugasemd áhorfandans í spjallinu.
   ༚  Tilkynna ummæli: Tilkynna athugasemd áhorfandans.
   ༚  Þagga: Þagga athugasemd áhorfandans í tiltekinn tíma. Viðkomandi mun fá tilkynningu um að einstaklingurinn hafi verið þaggaður og getur ekki sent inn athugasemdir, nema viðkomandi sé afþaggaður.
   ༚  Útiloka: Útiloka athugasemd áhorfanda. Viðkomandi fær tilkynningu um að hafa verið útilokaður og geti ekki sent athugasemdir eða horft á nein núverandi vídeó efnishöfundarins Í BEINNI nema opnað sé á viðkomandi.


Umræðustjórar með veittar heimildir geta pikkað á hnappinn Stillingar efst á spjalli Í BEINNI og pikkað síðan á Stillingar fyrir umræðustjórnun til að stjórna athugasemdum.


Hvernig á að samþykkja eða fela athugasemdir á TikTok Í BEINNI

Ef þú velur að sía og skoða samfélagsmerktar athugasemdir meðan á Í BEINNI stendur munt þú og umræðustjórar þínir hafa möguleika á að samþykkja athugasemdir eða halda þeim földum fyrir áhorfendum. Þessi eiginleiki er aðeins í boði í TikTok-appinu.


Til að stjórna síuðum athugasemdum:

1. Farðu í síuðu athugasemdina meðan á Í BEINNI stendur.

2. Héðan geturðu:

   ༚  Pikkaðu á hnappinn Fara yfir athugasemd við hliðina á síuðu athugasemdina og pikkaðu síðan á til að samþykkja athugasemdina eða Nei til að fela athugasemdina áfram.

   ༚  Ýttu og haltu inni á síuðu athugasemdina og pikkaðu síðan á Samþykkja til að birta athugasemdina.




Var þetta gagnlegt?