Fjölgestir í TikTok Í BEINNI

Fara í kafla 


Hvað er fjölgestir á TikTok Í BEINNI?  •  Hvernig þú getur stjórnað stillingum á fjölgestum fyrir Í BEINNI  •  Hvernig þú getur stjórnað gestum meðan á Í BEINNI stendur  •  Hvernig hægt er að taka þátt Í BEINNI sem gestur 






Hvað er fjölgestir á TikTok Í BEINNI?


Eiginleikinn fjölgestir gerir efnishöfundum kleift að hýsa gesti á meðan á myndbandinu Í BEINNI stendur. Áhorfendur geta sent gestabeiðnir eða efnishöfundar geta boðið takmörkuðum fjölda gesta að tengjast Í BEINNI hjá sér í hljóð- eða myndstillingu. Meðan á Í BEINNI stendur geta aðrir áhorfendur sent Gjafir til efnishöfundanna og tengdra gesta.






Hvernig þú getur stjórnað stillingum á fjölgestum fyrir Í BEINNI


Til að stjórna heimildastillingum fyrir fjölgesti:

1. Pikkaðu á Gestir neðst meðan á Í BEINNI stendur.
2. Pikkaðu á hnappinn Stillingar og breyttu síðan eftirfarandi heimildastillingum fyrir Í BEINNI:

   ༚  Leyfa beiðnir frá áhorfendum: Leyfa fjölgestabeiðnir frá öllum áhorfendum.

   ༚  Leyfa bara beiðnir frá fylgjendum: Leyfa bara fjölgestabeiðnir frá fólki sem fylgir þér.

   ༚  Umræðustjórar: Bæta við eða fjarlægja umræðustjóra. Þegar þú hefur bætt við umræðustjórum geturðu gefið þeim leyfi til að nota ákveðnar stillingar fyrir Í BEINNI.


Til að stjórna útlitsstillingum fyrir fjölgesti:
1. Pikkaðu á Gestir neðst meðan á Í BEINNI stendur.
2. Pikkaðu á hnappinn Stillingar og breyttu síðan eftirfarandi útlitsstillingum fyrir Í BEINNI hjá þér:
   ༚  Svæði: Þetta útlit heldur þér á aðalskjánum. Við mælum með að þú notir þetta útlit þegar um er að ræða vídeó Í BEINNI sem eru bein samtöl eða hljóðspjall við gest.
   ༚  Tafla: Þetta útlit birtir gesti betur á skjánum. Við mælum með að þú notir þetta útlit þegar um er að ræða flutning af hálfu listamanns eða leikjaspilun.
   ༚  Fast útlit: Þetta útlit helst óbreytt, óháð fjölda þátttakenda. Annars breytist útlitið sjálfkrafa eftir fjölda áhorfenda.






Hvernig þú getur stjórnað gestum meðan á Í BEINNI stendur


Til að bjóða gestum að taka þátt Í BEINNI:
1. Pikkaðu á Gestir neðst meðan á Í BEINNI stendur.
2. Pikkaðu á Bjóða og veldu aðra efnishöfunda eða vini til að vera með sem gestir.


Til að fjarlægja gest úr Í BEINNI:
1. Pikkaðu á Gestir neðst meðan á Í BEINNI stendur.
2. Pikkaðu á hnappinn Aftengja við hliðina á gestinum sem þú vilt fjarlægja.






Hvernig hægt er að taka þátt Í BEINNI sem gestur


Til að biðja um að taka þátt Í BEINNI hjá efnishöfundi:
1. Pikkaðu á Fjölgestir neðst þegar efnishöfundur er Í BEINNI og pikkaðu síðan á Beiðni. Hafðu í huga að fjölgestakosturinn er kannski ekki í boði Í BEINNI hjá öllum.
2. Þegar beiðnin þín hefur verið samþykkt skaltu lagfæra vídeóstillingar fyrir Í BEINNI hjá þér.
3. Þegar þú ert tilbúin(n) skaltu pikka á Fara í BEINA.


Til að samþykkja boð um að taka þátt í TikTok Í BEINNI:
1. Pikkaðu á Samþykkja á Í BEINNI-beiðninni.
2. Lagfærðu vídeóstillingarnar fyrir Í BEINNI.
3. Þegar þú ert tilbúin(n) skaltu pikka á Fara í BEINA.


Athugaðu: Þegar þú tekur þátt Í BEINNI munum við skoða heimildir myndavélarinnar og hljóðnemans hjá þér til að tryggja að þú getir tengst. Myndavélin eða hljóðneminn verða ekki virkjuð fyrir en þú ferð í vídeóstillingarnar fyrir Í BEINNI hjá þér.




Var þetta gagnlegt?