Reikningsöryggi

Fara í kafla


Hvernig þú tryggir öryggi TikTok-reikningsins þínsHvernig hægt er að stjórna traustum tækjumHvernig hægt er að endurheimta TikTok-reikninginn þinn með staðfestingu vinaHvernig hægt er að hafa samband við TikTok ef reikningurinn þinn er bannaður eða færsla er fjarlægðÖnnur öryggisgögn tengd reikningi



Hvernig þú tryggir öryggi TikTok-reikningsins þíns


Öryggi reikningsins þíns er forgangsatriði hjá TikTok. Við bjóðum upp á eiginleikann öryggisskoðun í TikTok-appinu til að gera þér kleift að verja reikninginn betur.


Til að nálgast öryggisskoðun:

1. Pikkaðu á Prófíll neðst.
2. Pikkaðu á hnappinn Valmynd ☰ sem er efst og veldu síðan Stillingar og persónuvernd.
3. Pikkaðu á Öryggi og heimildir.
4. Pikkaðu á Öryggisskoðun. Hér geturðu:
༚ Tengt og staðfest símanúmerið þitt.
༚ Tengt og staðfest netfangið þitt.
༚ Kveikt á tveggja þrepa staðfestingu.
༚ Stjórnað traustum tækjum. (Ef við greinum óþekkt tæki biðjum við þig um að skoða þau.)
༚ Skoðað virkni tengda öryggi reikningsins. (Ef engin óvenjuleg virkni hefur verið undanfarna 30 daga munum við skoða þetta skref sjálfkrafa.)
༚ Bætt aðallykli við reikninginn þinn.

Þegar þú klárar verk í öryggisskoðun birtist grænt gátmerki sem sýnir stöðuna. Við mælum með að þú framkvæmir eins mörg öryggisverk og hægt er til að vernda reikninginn þinn eins og hægt er.

Ef þú vilt stjórna hverri öryggisstillingu fyrir sig eru hér nokkur ráð til að tryggja öryggi TikTok-reikningsins þíns:


Tengdu símanúmer og netfang við TikTok-reikninginn þinn

Við mælum með að þú bætir tveimur samskiptaaðferðum við reikninginn þinn. Þannig að ef ein samskiptaaðferð er í hættu hefurðu aðra innskráningaraðferð.

Frekari upplýsingar um að tengja símanúmer og netfang við TikTok-reikninginn þinn.


Búðu til sterkt og einkvæmt lykilorð

Veldu lykilorð sem er einkvæmt fyrir þig og aðrir eiga erfitt með að geta upp á.


Til að búa til sterkt TikTok-lykilorð:
• Reyndu að hafa 12-15 stafi.
• Notaðu blöndu af há- og lágstöfum, tölum og táknum.
• Breyttu lykilorðinu oft, helst á 30 daga fresti.
• Notaðu mismunandi lykilorð fyrir ólíka reikninga. Forðastu að nota almenn lykilorð eða að nota persónuupplýsingar eins og nafnið þitt, afmælisdag eða heimilisfang.

Skoðaðu hvernig þú getur endurstillt TikTok-lykilorðið þitt.


Bættu aðallykli við TikTok-reikninginn þinn

Til að fá öruggari og einfaldari innskráningaraðferð mælum við eindregið með því að þú setjir upp aðallykil á TikTok-reikningnum þínum. Aðallykill er öruggur dulmálslykill sem geymdur er í snjalltækinu sem hægt er að nota til að skrá þig inn á TikTok-reikninginn þinn án þess að þurfa að muna lykilorð.

Aðallyklar eru öruggari innskráningaraðferð en hefðbundin lykilorð vegna þess að þeir nýta sér öryggiseiginleika sem þegar eru leyfðir í tækinu þínu, svo sem Face ID (Apple), Passcode (Apple), Touch Unlock (Android) og PIN (Android). Að auki geturðu skráð þig inn á TikTok-reikninginn þinn, ef aðallykill hefur verið virkjaður, úr hvaða tæki sem er sem er einnig skráð inn á Apple ID eða Google-reikning.

Frekari upplýsingar um aðallykla fyrir TikTok-reikninginn þinn.


Kveikja á tveggja þrepa staðfestingu

Til að vernda reikninginn þinn enn frekar mælum við eindregið með því að þú kveikir á tveggja þrepa staðfestingu. Þessi öryggiseiginleiki hjálpar til við að staðfesta auðkenni þitt með því að bæta aukaöryggislagi við þegar þú skráir þig inn á nýju eða óþekktu tæki.

Tveggja þrepa staðfesting veitir líka viðbótarvernd fyrir reikninginn ef einhver kemst að lykilorðinu þínu. Margir hafa aðeins eitt lag til að vernda reikninginn sinn, sem er lykilorðið þeirra. En ef einhver fær lykilorðið þitt og þú ert með kveikt á tveggja þrepa staðfestingu þá þarf viðkomandi samt aðgang að símanum þínum eða netfangi þegar viðkomandi reynir að skrá sig inn á reikninginn þinn.

Frekari upplýsingar um tveggja þrepa auðkenningu fyrir TikTok-reikninginn þinn.


Hvernig hægt er að stjórna traustum tækjum


Í hvert skipti sem þú skráir þig inn á TikTok með óþekktu tæki eða í appi þriðja aðila verður beðið um að þú sláir inn lykilorðið þitt og staðfestingarkóða í eitt skipti (sent með SMS eða tölvupósti).

Ef þú ferð endurtekið á TikTok í þekktu, traustu tæki, geturðu valið að muna eftir þessu tæki eftir að hafa slegið staka staðfestingarkóðann til að forðast að beðið sé um það aftur.

Til að skoða og hafa umsjón með traustum tækjum á reikningnum þínum:

  1. Í TikTok appinu, pikkaðu á Prófíl neðst.
  2. Pikkaðu á hnappinn Valmynd ☰ sem er efst og veldu síðan Stillingar og persónuvernd.
  3. Pikkaðu á Öryggi og heimildir.
  4. Pikkaðu á Stjórna tækjum og skoðaðu tilgreind tæki.
  5. Ef þú þekkir ekki tæki skaltu pikka á hnappinn Eyða og pikka svo á Fjarlægja til að fjarlægja það. Við mælum einnig með að þú breytir lykilorðinu þínu til að vernda reikninginn þinn.



Hvernig hægt er að endurheimta TikTok-reikninginn þinn með staðfestingu vinar


Ef þú getur ekki skráð þig inn á reikninginn þinn eða endurstillt lykilorðið þitt geturðu endurheimt reikninginn þinn með því að biðja um staðfestingu frá vini sem þú tengist á TikTok.

Til að endurheimta reikning með því að biðja um staðfestingu frá vinum:

1. Opnaðu TikTok-appið og pikkaðu á hnappinn Hjálp efst.
2. Pikkaðu á Endurheimta reikning.
3. Sláðu inn notandanafn reikningsins eða netfangið sem tengist reikningnum þínum og pikkaðu síðan á Leita. Þú getur líka pikkað á Leita eftir símanúmeri ef þú hefur tengt símanúmer við reikninginn þinn.
4. Á reikningssíðunni skaltu pikka á Finnurðu þetta ekki? neðst og velja síðan Biðja vini um að staðfesta.
5. Pikkaðu á Byrja.
6. Pikkaðu á Deila til að líma leiðbeiningar og senda þær til vina gegnum aðra aðferð, til dæmis iMessage. Þú getur líka breytt leiðbeiningunum og skrifað eigin skilaboð.


Áríðandi upplýsingar um staðfestingarbeiðnir frá vinum:
• Vinir þínir munu fá beiðni þína um staðfestingu gegnum tilkynningu á síðunni Öryggi og heimildir í reikningsstillingunum. Þeir gætu þurft að uppfæra appið í nýjustu iOS-útgáfuna til að sjá tilkynninguna.
• Nota þarf a.m.k. tvo vini fyrir staðfestingarferlið.
• Vinir þínir hafa aðeins tiltekinn tíma til að staðfesta reikninginn þinn.
• Þú getur bara beðið um staðfestingu frá vinum í tiltekinn fjölda skipta dag hvern.
• Þú færð tilkynningu um hvort þú hafir staðist staðfestingu eða ekki. Ef þú stenst staðfestingu verðurðu skráð(ur) inn sjálfkrafa og ef ekki geturðu reynt aftur eða notað aðra endurheimtaraðferð.


Hvernig hægt er að hafa samband við TikTok ef reikningurinn þinn er bannaður eða færsla er fjarlægð


Reikningar og færslur sem brjóta stöðugt í bága við viðmiðunarreglur fyrir samfélagið verða bannaðir á eða fjarlægðir af TikTok. Ef reikningurinn þinn eða færslan þín hafa verið bönnuð færðu borðatilkynningu eða tilkynningu í pósthólfið þitt sem upplýsir þig um ákvörðunina þegar þú reynir að skrá þig inn. Ef þú heldur að þetta hafi verið mistök, láttu okkur vita með því að senda inn áfrýjun.

Til að senda inn áfrýjun vegna banns á reikningi:

  1. Opnaðu tilkynninguna um að reikningurinn þinn hafi sætt banni.
  2. Pikkaðu á Áfrýja.
  3. Fylgdu leiðbeiningunum.


Til að senda inn áfrýjun vegna efnis sem var fjarlægt:

Í pósthólfinu

  1. Pikkaðu á Pósthólf neðst í TikTok-appinu.
  2. Pikkaðu á tilkynninguna um að efnið þitt hafi verið fjarlægt.
  3. Pikkaðu á Senda áfrýjun og fylgdu síðan leiðbeiningunum sem fylgja.


Í fjarlægðu færslunni

  1. Farðu í færsluna sem var fjarlægð í TikTok-appinu.
  2. Pikkaðu á Brot á viðmiðunarreglum fyrir samfélagið: Sjá nánar.
  3. Pikkaðu á Senda áfrýjun og fylgdu síðan leiðbeiningunum sem fylgja.


Athugaðu: Ef þú eyðir áfrýjuðu efni sem er í skoðun gætum við hugsanlega ekki fjarlægt brotið úr skrám þínum ef áfrýjun þín verður samþykkt. Efnið þitt verður heldur ekki endurheimt ef þú eyðir því eftir að þú hefur sent áfrýjun.



Önnur öryggisgögn tengd reikningi


Ef þú þarft á frekari hjálp að halda vegna TikTok-reikningsins þíns geturðu kynnt þér hvernig þú getur tilkynnt vandamál á TikTok eða hvernig þú getur eytt reikningnum þínum.

Ef þú þarfnast annarrar reikningsaðstoðar á TikTok skaltu hafa samband.

Var þetta gagnlegt?