Rannsóknarverkfæri TikTok

Farðu í kafla


Hvað eru rannsóknarverkfæri TikTok?  •  Hvernig við verndum gögnin þín  •  Hvernig hægt er að sækja um aðgang að rannsóknarverkfærunum 






Hvað eru rannsóknarverkfæri TikTok


Rannsóknarverkfærin okkar eru til þess gerð að styðja við rannsóknir á ýmsum sviðum, til að mynda rannsóknir á villandi upplýsingum, upplýsingafölsun, öfgastefnum, stefnum í samfélagsmálum og samfélagsuppbyggingu. Gjaldgengir rannsóknaraðilar á vegum góðgerðarsamtaka geta sótt um aðgang að gögnum um opinbera TikTok-reikninga og efni, þar á meðal:
•  Reikningar:
   ༚  Æviágrip
   ༚  Skráningarlönd (til dæmis svæðiskóðar á borð við IE)
   ༚  Myndbönd sem fengið hafa læk, verið fest eða endurbirt
   ༚  Nöfn, notendanöfn og heildarfjöldi reikninga þeirra sem er fylgt og fylgjenda
   ༚  Prófílmyndir
•  Efni:
   ༚  Skjátextar
   ༚  Athugasemdir og hvenær þær voru birtar
   ༚  Hvenær efni var birt
   ༚  Heildarfjöldi athugasemda, læka og svara við færslu og hversu oft henni var deilt
   ༚  Lengd mynbands Nánari upplýsingar um skilyrði fyrir aðgang að rannsóknarverkfærunum finnurðu á vefsíðunni TikTok fyrir hönnuði.






Hvernig við verndum gögnin þín


Við gerum ýmsar varúðarráðstafanir til að vernda gögnin þín á TikTok. Í því felst til dæmis að veita ákveðnum rannsóknaraðilum aðgang að gögnum í sýndarumhverfi sem er undir ströngu öryggiseftirliti.






Hvernig hægt er að sækja um aðgang að rannsóknarverkfærunum


Til að fá aðgang að rannsóknarverkfærunum þurfa rannsóknaraðilar að sækja um, fá umsóknina sína samþykkta og fylgja viðmiðunarreglum okkar fyrir samfélagið, persónuverndarstefnu okkar og þjónustuskilmálum TikTok.



Var þetta gagnlegt?