Hljóð var fjarlægt úr myndbandinu mínu

Farðu í kafla


Hvers vegna var hljóð fjarlægt úr myndbandinu mínu?  •  Hvernig athuga ég hvers vegna hljóð var fjarlægt úr myndbandinu mínu?  •  Hvernig breyti ég hljóðinu á þögguðu myndbandi mínu? 






Hvers vegna var hljóð fjarlægt úr myndbandinu mínu


Við fjarlægjum hljóð sem bætt er við TikTok ef við komumst að því að það brýtur í bága við höfundarrétt eða aðrar Viðmiðunarreglur fyrir samfélagið. Ef þú bættir ekki við upprunalega hljóðinu færðu ekki tilkynningu ef þetta gerist, en við munum veita upplýsingar um ástæðu þess að það var fjarlægt. Þú hefur líka möguleika á að skipta um hljóð.






Hvernig athuga ég hvers vegna hljóð var fjarlægt úr myndbandinu mínu


Til að skoða ástæðuna fyrir því að hljóðið var fjarlægt skaltu:
1. Fara á þaggaða myndbandið í TikTok appinu.
2. Pikka á Skoða upplýsingar neðst.
3. Þú munt sjá hvort hljóðið var fjarlægt vegna höfundarréttarkröfu, brots á Viðmiðunarreglum fyrir samfélagið eða hvort tveggja.






Hvernig breyti ég hljóðinu á þögguðu myndbandi mínu


Til að skipta um hljóð á myndbandinu þínu skaltu:
1. Fara á þaggaða myndbandið í TikTok appinu.
2. Pikka á Skoða upplýsingar neðst.
3. Pikka á Breyta hljóði og velja nýja hljóðið. Þú getur líka klippt hljóðið og stillt hljóðstyrkinn.
4. Pikka á Birta til að klára.


Var þetta gagnlegt?