Verðlaunaþjónusta efnishöfunda

Fara í kafla


Hvað er verðlaunaþjónusta efnishöfunda?Hvernig virkar verðlaunaþjónusta efnishöfunda?Hverjir geta tekið þátt í verðlaunaþjónustu efnishöfunda?Hvaða kröfur gilda um reikning og vídeó?Hvað telst vera frumlegt efni?Hvað er gjaldgengt áhorf?Hvernig eru verðlaun reiknuð?Hvernig fær maður aðgang að verðlaunaþjónustu efnishöfundaHvernig virkar yfirferðarferlið fyrir vídeó og reikninga?Hvernig er hægt að áfrýja ef reikningurinn eða vídeóið eru ekki gjaldgeng




Hvað er verðlaunaþjónusta efnishöfunda?


Verðlaunaþjónusta efnishöfunda er verðlaunaþjónusta sem er hönnuð til að hjálpa efnishöfundum að virkja sköpunarkraftinn og fá mögulega meiri tekjur með því að birta frumlegt hágæðaefni.




Hvernig virkar verðlaunaþjónusta efnishöfunda?


Verðlaunaþjónusta efnishöfunda verðlaunar gjaldgenga efnishöfunda byggt á árangri vídeóa sem uppfylla skilyrði þjónustunnar.Verðlaun eru reiknuð byggt á gjaldgengum áhorfum og verðlaunum á hver 1.000 gjaldgeng áhorf (einnig kallað RPM).Efnishöfundar fá meiri verðlaun á meðan þeir eru í þjónustunni og vídeóunum þeirra gengur vel.Nánar um hvernig venjuleg verðlaun og viðbótarverðlaun eru reiknuð.




Hverjir geta tekið þátt í verðlaunaþjónustu efnishöfunda?


Efnishöfundar þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði til að taka þátt og fá verðlaun samkvæmt verðlaunaþjónustu efnishöfunda:
• Vera í landi þar sem verðlaunaþjónusta efnishöfunda er í boði.
• Vera með TikTok-reikning í fínu formi, hann þarf til dæmis að hafa ekki ítrekað eða með óábyrgum hætti brotið gegn viðmiðunarreglum okkar fyrir samfélagið og þjónustuskilmálunum eða staðið fyrir skaðlegu eða sviksamlegu athæfi.
• Vera með persónulegan reikning.Fyrirtækjareikningar og reikningar í eigu stjórnmálaflokka eða stjórnvalda eru ekki gjaldgengir.
• Vera með áreiðanlegar reikningsupplýsingar, til dæmis raunverulegt nafn og fæðingardag.
• Vera 18 ára eða eldri (eða 19 ára í Suður-Kóreu).
• Vera með a.m.k. 10.000 fylgjendur.
• Vera með a.m.k. 100.000 vídeóáhorf síðustu 30 daga.
• Birta frumlegt efni sem er gjaldgengt í verðlaun.
• Birta vídeó sem eru a.m.k. einnar mínútu löng.

Efnishöfundar þurfa líka að uppfylla eftirfarandi skilyrði samkvæmt verðlaunaþjónustu efnishöfunda eftir að þeir hafa fengið inntöku:
• Þeir mega ekki taka þátt í skaðlegu eða sviksamlegu athæfi, til dæmis að fá vídeóáhorf með sviksamlegum hætti eða belgja upp fylgjendafjöldann.
• Birta frumlegt efni sem tekur mið af markmiði okkar sem er að auka gleði og efla sköpunargáfuna.
• Þeir mega ekki eiga við eða reyna að eiga við þjónustuna, verðlaunakerfið eða tillögukerfið.
• Þeir mega ekki búa til skaðlegan hugbúnað eða breyta kóða til að gera eftirfarandi á vélrænan hátt: skrá, birta eða fjölga lækum, fylgjendum, áhorfi, athugasemdum, deilingum og fleira.
• Þeir mega ekki birta rangar staðhæfingar eða móðgandi efni eða sýna af sér móðgandi hegðun eða ólöglegt eða glæpsamlegt athæfi (þar á meðal svik) í tengslum við þjónustuna.

Ef reikningurinn þinn telst brjóta eitthvað af ofangreindu færðu tilkynningu og reikningurinn þinn fjarlægður varanlega eða tímabundið úr verðlaunaþjónustu efnishöfunda, háð alvarleika brotsins.




Hvaða kröfur gilda um reikning og vídeó?


Til að fá verðlaun samkvæmt verðlaunaþjónustu efnishöfunda þurfa reikningsupplýsingar þínar og birt efni að uppfylla eftirfarandi kröfur:

• Þau þurfa að vera frumleg og í miklum gæðumog þú þarft alfarið að hafa tekið þau upp, hannað og framleitt þau upp á eigin spýtur.
• Vera a.m.k. einnar mínútu löng.
• Vera hlaðið upp eftir að þú fékkst aðgang að verðlaunaþjónustu efnishöfunda.
• Vera með a.m.k. 1.000 gjaldgeng áhorf í Fyrir þig-streyminu.
༚ Vídeóáhorf af sama reikningi er aðeins talið einu sinni fyrir hvert vídeó.
༚ Vídeóáhorf þarf að vera lengra en 5 sekúndur.
༚ Vídeóáhorf frá fólki sem sendi ábendingu um að það hafi ekki áhuga telst ekki með.
• Þú þarft að fylgja viðmiðunarreglum okkar fyrir samfélagið, þjónustuskilmálunum og höfundarréttarstefnu okkar.

Auk þess mega reikningsupplýsingarnar þínar og birt efni ekki innihalda:
• Sviksamlegar upplýsingar eða reikningsupplýsingar einstaklings undir lögaldri, til dæmis rangt nafn eða fæðingardag.
• Reikningsupplýsingar eða efni sem eru afrituð frá öðrum.
• Óviðeigandi, grófa eða truflandi hegðun, til dæmis berorða kynferðislega hegðun, hljóðefni með kynferðislega tilvísun eða senur sem gætu valdið áhorfendum skaða.
• Grunsamlega eða óvenjulega reikningsvirkni.
• Auglýsingar, kostaðar kynningar, kostað efni eða vídeó sem eru tengd seríu.
• Upplýsingafölsun eða villandi upplýsingar.
• Brot gegn hátternisreglum efnishöfunda, viðmiðunarreglum okkar fyrir samfélagið eða önnur reglubrot.Við látum þig vita ef reikningur þinn eða vídeó brýtur gegn leiðbeiningum okkar.


Hafðu í huga að við skoðum reikninga reglubundið sem eru í verðlaunaþjónustu efnishöfunda til að tryggja að prófílupplýsingar, þar á meðal birt efni, samræmist reglum okkar og kröfum.Ef reikningurinn þinn eða efni eru fjarlægð og þú telur að um mistök sé að ræða geturðu sent áfrýjun.




Hvað telst vera frumlegt efni?


Frumlegt efni samkvæmt verðlaunaþjónustu efnishöfunda er hágæða efni sem þú hannar, tekur upp og framleiðir og sýnir sérþekkingu þína, hæfileika eða sköpunargáfu og fylgir líka þjónustuskilmálum okkar og viðmiðunarreglunum fyrir samfélagið.

Efni sem telst ekki frumlegt samkvæmt þjónustunni er, án takmarkana:
• Vídeó sem eru dúettar eða samskeytingar.
• Efni sem er alfarið afritað frá öðrum og er með vatnsmerki frá öðrum.
• Efni sem er afritað frá öðrum með smávægilegum breytingum, þar á meðal vídeó sem er hraðað upp eða innihalda síur, fastan texta eða límmiða.
• Efni sem inniheldur önnur vídeó eða myndir frá öðru fólki, efnishöfundum eða veitum án þess að nýjar eða persónulegar hugmyndir fylgi með.
• Efni sem inniheldur lykkjuvídeó, eina eða margar myndir eða bara textayfirlagnir.
• Efni sem inniheldur bara mæm eða höfundarréttarvarða tónlist sem spilast í yfir eina mínútu.Vídeó í þjónustunni sem innihalda höfundarréttarvarða tónlist sem er yfir einnar mínútu löng gætu verið þögguð.




Hvað eru gjaldgeng áhorf?


Gjaldgeng áhorf eru stök vídeóáhorf í Fyrir þig-streyminu og útilokuð eru sviksamleg áhorf, greidd áhorf, mislíkuð áhorf, áhorf í minna en 5 sekúndur, kynnt áhorf og gerviáhorf.Vídeó þurfa að ná 1.000 áhorfum í Fyrir þig-streyminu til að byrja að afla tekna.




Hvernig eru verðlaun reiknuð?


Gjaldgeng vídeó frá þér byrja að safna verðlaunum þegar þau hafa fengið 1.000 gjaldgeng áhorf í Fyrir þig-streyminu.Venjuleg verðlaun eru reiknuð byggt á gjaldgengu áhorfi og verðlaun á hver 1.000 gjaldgeng áhorf (einnig kallað RPM) en viðbótarverðlaun eru reiknuð byggt á hversu vel gert, áhugavert og sértækt efnið er.Nánar um hvernig verðlaun eru reiknuð í verðlaunaþjónustu efnishöfunda.




Hvernig fær maður aðgang að verðlaunaþjónustu efnishöfunda


Efnishöfundar sem eru a.m.k. 18 ára (eða 19 ára í Suður-Kóreu), eru með reikning sem er skráður á gjaldgengu svæði og uppfylla gjaldgengisskilyrðin geta sótt um verðlaunaþjónustu efnishöfunda í TikTok-appinu.


Til að sækja um aðgang að verðlaunaþjónustu efnishöfunda:
1. Pikkaðu á Prófíll neðst.
2. Pikkaðu á hnappinn Valmynd ☰ efst og veldu síðan TikTok Studio.
3. Pikkaðu á Verðlaunaþjónusta efnishöfunda.Þú færð tilkynningu innan u.þ.b. 3 daga frá því að umsókn er send.

Nokkur atriði um þátttöku í verðlaunaþjónustu efnishöfunda:
• Aldursgjaldgengi byggir á fæðingardegi sem þú skráðir þegar þú bjóst til TikTok-reikninginn þinn og/eða meðan á umsókn um aðgang að verðlaunaþjónustu efnishöfunda stóð.
• Ef þú færð ekki aðgang að verðlaunaþjónustu efnishöfunda og þú telur að þú eigir rétt á þátttöku geturðu áfrýjað innan 30 daga eða sótt um aftur 30 dögum eftir áfrýjunartímabilið.Reikningurinn þinn þarf að vera í fínu formi og samræmast viðmiðunarreglum okkar fyrir samfélagið og þjónustuskilmálunum.




Hvernig virkar yfirferðarferlið fyrir reikninga og vídeó?


Við munum skoða reikningsupplýsingarnar þínar, þar á meðal efni sem er birt í verðlaunaþjónustu efnishöfunda, til að ákvarða hvort þú eigir rétt á verðlaunum eða þátttöku í þjónustunni.Hægt er að áfrýja öllum flöggunum og brottvísunum innan 30 daga frá því að tilkynning barst.Hafðu í huga að vídeóáfrýjanir hafa ekki áhrif á reikninginn þinn.

Ef reikningurinn þinn stenst yfirferð:
• Áttu rétt á að fá verðlaun.
• Reikningurinn eða vídeóið þitt gæti samt verið fjarlægt vegna brota á viðmiðunarreglum fyrir samfélagið ef þau eru tilkynnt eða flaggað í framtíðinni.Verðlaun sem þegar hefur verið safnað fyrir fjarlægð vídeó verða dregin frá inneign þinni.

Ef reikningurinn þinn stenst ekki yfirferð:
• Gæti verið um brot gegn viðmiðunarreglum fyrir samfélagið okkar að ræða vegna þess, til dæmis, að um sé að ræða ófrumlegt eða lággæðaefni, hættulegt athæfi, ruslefni eða sviksamlegt athæfi.
• Muntu ekki geta fengið verðlaun og við látum þig vita um ástæðu þess.
• Við fjarlægjum reikninginn eða vídeóið þitt ef reikningurinn eða vídeóið fylgja ekki viðmiðunarreglum fyrir samfélagið okkar eða öðrum reglukröfum.
• Verðlaun sem þegar hefur verið safnað fyrir vídeó verða dregin frá inneign þinni.
• Þú getur áfrýjað fjarlægingunni beint í stjórnborði verðlaunaþjónustu efnishöfunda.Áfrýjanir þurfa að berast innan 30 daga frá því að tilkynning berst.




Hvernig er hægt að áfrýja ef reikningurinn eða vídeóið eru ekki gjaldgeng


Ef þú telur að reikningurinn eða vídeóið hafi ranglega verið fjarlægð í tengslum við verðlaunaþjónustu efnishöfunda geturðu sent áfrýjun.Yfirleitt tekur um þrjá daga að fara yfir áfrýjun.Við látum þig vita þegar eitthvað nýtt er að frétta.

Svona sendir þú áfrýjun:
1. Pikkaðu á Prófíll neðst í TikTok-appinu.
2. Pikkaðu á hnappinn Valmynd ☰ efst og veldu síðan TikTok Studio.
3. Pikkaðu á Verðlaunaþjónusta efnishöfunda.
4. Hér skaltu:
༚ Ef reikningurinn þinn var gerður ógjaldgengur skaltu pikka á Áfrýja neðst til að fylgja leiðbeiningunum um hvernig hægt er að áfrýja.
༚ Ef vídeóið þitt var gert ógjaldgengt skaltu pikka á ógjaldgenga vídeóið og pikka á Áfrýja neðst til að fylgja leiðbeiningunum um hvernig hægt er að áfrýja.


Hafðu í huga að þú getur líka áfrýjað gegnum tilkynninguna sem við sendum í pósthólfið þitt.

Var þetta gagnlegt?