Fara í kafla
Hvað eru hátternisreglur efnishöfunda • Hvað gerist á TikTok-reikningnum þínum ef um brot er að ræða? • Hvernig hægt er að áfrýja ef takmarkanir eru settar á reikninginn þinn
Hvað eru hátternisreglur efnishöfunda
Hátternisreglur efnishöfunda lýsa þeim viðmiðum sem efnishöfundar á TikTok þurfa að fylgja til að taka þátt í kynningar- og tekjuöflunarþjónustum á TikTok.Við viljum að efnishöfundar hagi sér þannig, innan og utan verkvangs, að öryggi annarra eða áreiðanleika verkvangs okkar sé ekki teflt í voða.Allir efnishöfundar þurfa að fylgja hátternisreglum efnishöfunda og líka viðmiðunarreglum fyrir samfélagið okkar, þjónustuskilmálunum og öllum reglum sem tengjast tekjuöflunarvörum okkar, til dæmis TikTok Shop, verðlaunaþjónustu efnishöfunda og TikTok Í BEINNI.
Þú getur fengið meiri upplýsingar um hátternisreglur efnishöfunda í efnishöfundaakademíunni.
Hvað gerist á TikTok-reikningnum þínum ef um brot er að ræða?
Ef við teljum að þú hafir brotið gegn hátternisreglum efnishöfunda hjá okkur látum við þig vita um brotið og takmarkanir sem gætu verið settar.Þú getur áfrýjað ef þú telur að mistök hafi verið gerð.
Mismunandi takmarkanir munu gilda eftir alvarleika og fjölda brota, þú gætir til dæmis ekki átt kost á að taka þátt í þjónustum efnishöfunda eða öðrum tekjuöflunarleiðnum í tiltekinn tíma eða fengið varanlegt bann við að nota þessar þjónustur.
Hafðu í huga að við gætum tímabundið takmarkað aðgang að sumum efnishöfundaeiginleikum á meðan reikningurinn þinn er í yfirferð til að koma í veg fyrir að brotleg hegðun eigi sér aftur stað tafarlaust.
Hvernig hægt er að áfrýja ef takmarkanir eru settar á reikninginn þinn
Ef þú telur að takmarkanir hafi verið settar á reikninginn þinn fyrir mistök geturðu áfrýjað ákvörðuninni gegnum tilkynninguna sem þú fékkst um brotið.Þú getur líka haft samband í appinu.
Til að senda áfrýjun:
1. Í TikTok-appinu skaltu pikka á Pósthólf.
2. Pikkaðu á Kerfistilkynningar.
3. Pikkaðu á Reikningstilkynningar.Þú gætir þurft að fletta til hliðar.
4. Pikkaðu á tilkynninguna fyrir reikningstakmörkunina.
5. Pikkaðu á Áfrýja og fylgdu leiðbeiningunum til að senda áfrýjun.
Nánar um efnisbrot og bönn á TikTok.