Fara í kafla
Hvað er TikTok One?• Hverjir geta fengið aðgang að TikTok One?• Hvernig hægt er að nálgast TikTok One
Hvað er TikTok One?
TikTok One er verkvangur sem gerir efnishöfundum, auglýsendum og vörumerkjum kleift að eiga samstarf á TikTok.Verkvangurinn er með margvísleg verkfæri, þar á meðal efnisgerðarmiðstöð, markaðstorg efnishöfunda og efnisgerðarskipti, til að styðja herferðir, samvinnu og önnur viðskiptatækifæri.Nánar um TikTok One í hjálparmiðstöð fyrirtækja:
• Fyrir efnishöfunda
• Fyrir auglýsendur
Hverjir geta fengið aðgang að TikTok One?
Efnishöfundar og fólk með fyrirtækjareikninga, til dæmis auglýsendur, þurfa að uppfylla eftirtalin skilyrði til að fá aðgang að TikTok One:
• Vera með TikTok-reikning í fínu formi, hann þarf til dæmis að hafa ekki ítrekað eða með óábyrgum hætti brotið gegn viðmiðunarreglum okkar fyrir samfélagið og þjónustuskilmálunum eða staðið fyrir skaðlegu eða sviksamlegu athæfi.
• Vera a.m.k. 18 ára.Aldursskilyrðin geta verið breytileg eftir svæðum.
• Vera með a.m.k. 10.000 fylgjendur.Skilyrðin um fylgjendur geta verið breytileg eftir svæðum.
• Vera með a.m.k. 1.000 áhorf á færslur á síðustu 30 dögum.
• Birta 3 færslur á síðustu 30 dögum.
Hvernig hægt er að nálgast TikTok One
1. Pikkaðu á Prófíll neðst í TikTok-appinu.
2. Pikkaðu á hnappinn Valmynd ☰ efst og veldu síðan TikTok Studio.
3. Á flipanum Tekjuöflun skaltu pikka á Markaðstorg efnishöfunda.Þú gætir þurft að fletta til hliðar eða pikka á Skoða allt.
4. Pikkaðu á Skoða gjaldgengi.
5. Ef þú uppfyllir skilyrðin skaltu pikka á Fá aðgang og fylgja síðan leiðbeiningunum til að fara í markaðstorg efnishöfunda.
Hafðu í huga að TikTok One er bara í boði í vöfrum fyrir fólk með fyrirtækjareikninga.