Ef þú hefur áhyggjur af að reikningurinn þinn hafi verið hakkaður skaltu nota eftirfarandi ráð til að skoða merki um hakkaða reikninga og hvernig þú getur verndað reikninginn þinn.
Ef þú tekur eftir einhverrri af eftirfarandi virkni, sem telst grunsamleg, gæti reikningurinn þinn hafa verið hakkaður:
• Lykilorði eða símanúmeri reikningsins þíns hefur verið breytt.
• Notandanafni eða gælunafni reikningsins þíns hefur verið breytt.
• Vídeóunum þínum hefur verið eytt eða birt án leyfis frá þér.
• Skilaboð sem þú skrifaðir ekki voru send frá reikningnum þínum.
Hér eru ráð til að vernda TikTok-reikninginn þinn:
1. Endurstilltu lykilorðið þitt
1. Í TikTok-appinu skaltu pikka á Prófíll neðst.
2. Pikkaðu á hnappinn Valmynd ☰ sem er efst og veldu síðan Stillingar og persónuvernd.
3. Pikkaðu á Reikningur.
4. Pikkaðu á Lykilorð.
5. Breyttu lykilorðinu þínu.
2. Tengdu símanúmerið þitt
1. Í TikTok-appinu skaltu pikka á Prófíll neðst.
2. Pikkaðu á hnappinn Valmynd ☰ sem er efst og veldu síðan Stillingar og persónuvernd.
3. Pikkaðu á Reikningur.
4. Pikkaðu á Reikningsupplýsingar.
5. Pikkaðu á Símanúmer.
6. Tengdu símanúmerið þitt.
3. Fjarlægðu grunsamleg tæki
1. Í TikTok-appinu skaltu pikka á Prófíll neðst.
2. Pikkaðu á hnappinn Valmynd ☰ sem er efst og veldu síðan Stillingar og persónuvernd.
3. Pikkaðu á Öryggi og heimildir.
4. Pikkaðu á Stjórna tækjum og skoðaðu tilgreind tæki.
5. Fjarlægðu grunsamleg eða óumbeðin tæki.
Nánar um öryggisráð frá okkur til að tryggja öryggi TikTok-reikningsins þíns og koma í veg fyrir að átt sé við hann eða hann hakkaður.