Skjátími

Farðu í kafla 


Daglegur skjátími á TikTok  •  Skjátímahlé á TikTok  •  Svefnáminningar á TikTok  •  Vikulegar skjátímauppfærslur á TikTok  •  Skjátímastjórnborð á TikTok 






Daglegur skjátími á TikTok


Daglegur skjátími er umsjónarstilling með skjátíma sem gerir þér kleift að stjórna notkun þinni á TikTok. Þú getur stillt dagleg skjátímatakmörk svo þú fáir tilkynningu þegar þeim mörkum er náð á TikTok. Þú getur kveikt og slökkt á þessari stýringu hvenær sem er. Þú getur líka skoðað yfirlit yfir skjátímann þinn í aðgerðamiðstöðinni þinni.

Athugaðu: Ef þú er á aldrinum 13 til 17 ára er þessi stilling sjálfgefið stillt á eina klukkustund.

Til að bæta við daglegum skjátíma:
TikTok app
1. Pikka á Prófíll neðst.
2. Pikka á hnappinn Valmynd ☰ efst og velja síðan hnappinn Stillingar og persónuvernd.
3. Pikka á Skjátími og pikka síðan á Daglegur skjátími.
4. Fylgja leiðbeiningunum í appinu til að stilla eð breyta daglegu hámarki. Þú getur valið úr mörgum möguleikum eða sérsniðið takmörk fyrir hvern dag. Til að slökkva á daglegum skjátíma skaltu fylgja skrefunum hér að ofan og slökkva síðan á tímatakmörkum.

Vefvafri
1. Smelltu á prófílmyndina þína efst.
2. Smelltu á Stillingar.
3. Smelltu á Skjátími, og síðan á Daglegur skjátími.
4. Kveiktu á stillingu daglegs skjátíma og veldu tímatakmörk eða stilltu sérsniðin takmörk á hverjum degi.
Til að slökkva á daglegum skjátíma skaltu fylgja skrefunum hér að ofan og slökkva síðan á tímatakmörkunum.

Við munum láta þig vita ef þú nærð daglegu takmarki þínu og þú getur valið að loka TikTok eða slá inn aðgangskóðann á skjánum til að fara aftur í það.

Daglegur skjátími er einnig í boði í Fjölskyldupörun.






Skjátímahlé á TikTok


Þú getur stillt skjátímahlé til að fá áminningu um að taka hlé frá því að nota TikTok eftir tímabil af óslitnum skjátíma. Þú getur slökkt og kveikt á áminningum um hlé hvenær sem er.

Til að bæta við skjátímahléi skaltu:
TikTok app
1. Pikka á Prófíll neðst.
2. Pikka á hnappinn Valmynd ☰ efst og velja síðan Stillingar og persónuvernd.
3. Pikka á Stillingar og persónuvernd.
4. Pikka á Skjátími, og síðan á Skjátímahlé.
5. Fylgja skrefunum í appinu til að setja eða breyta skjátímahléi.
Fylgdu skrefunum hér að ofan til að slökkva á skjátímahléum og pikkaðu svo á Slökkt.

Ef þú nærð tímatakmörkum, færðu tilkynningu í appinu um að huga að því að taka hlé:
   ༚  Pikkaðu á Í lagi til að hunsa tilkynninguna. Þú færð ekki áminningu aftur fyrr en þú heimsækir appið næst.
   ༚  Pikkaðu á Blunda til að endurræsa teljarann og minna þig aftur á eftir 10 mínútur.
   ༚  Pikkaðu á Breyta áminningum til að breyta skjátímahléi eða slökkva á því.

Vefvafri
1. Smelltu á prófílmyndina þína efst.
2. Smelltu á Stillingar.
3. Smelltu á Skjátími, og síðan á Skjátímahlé.
4. Kveiktu á stillingunni fyrir skjátímahlé og tímasettu eða breyttu hléi.
Til að slökkva á skjátímahléum skaltu fylgja skrefunum hér að ofan og slökkva síðan á þeim.

Ef þú nærð takmörkum þínum, færðu tilkynningu um að huga að því að taka hlé:
   ༚  Smelltu á Í lagi til að hunsa tilkynninguna. Þú færð ekki áminningu aftur fyrr en í næstu heimsókn.
   ༚  Smelltu á Blunda til að endurræsa teljarann og minna þig aftur á eftir 10 mínútur.
   ༚  Smelltu á Breyta framtíðaráminningum til að breyta skjátímahléi eða slökkva á því.






Svefnáminningar á TikTok


Þú getur stillt á svefnáminningar í TikTok til að hjálpa til við að stýra skjátíma að kvöldi og stuðla að hollari svefnvenjum. Þegar þú hefur kveikt á svefnáminningum, verða sprettitilkynningar þaggaðar eftir að þinn svefntími hefst til að draga úr truflunum. Hafðu í huga að sjálfkrafa eru sprettitilkynningar þaggaðar fyrir notendur á aldrinum 13 til 17.

Við munum sjálfkrafa reikna út lok svefntíma út frá þínum aldri og ráðleggingum sérfræðinga um lágmarkssvefn sem þú þarft til að fá næga hvíld. Til dæmis þurfa ungmenni á aldursbilinu 13 til 17 ára að lágmarki 8 tíma svefn, og þau sem eru 18 ára og eldri þurfa að lágmarki 7 tíma svefn.

Til að bæta við svefnáminningu skaltu:

TikTok app
1. Pikka á Prófíl neðst.
2. Pikka á hnappinn Valmynd ☰ efst og velja síðan Stillingar og persónuvernd.
3. Pikka á Stillingar og persónuvernd.
4. Pikka á Skjátími, og síðan á Svefnáminningar.
5. Fylgja skrefunum í appinu til að setja eða breyta svefnáminningu.
Til að slökkva á svefnáminningu skaltu fylgja skrefunum hér að ofan og slökkva síðan á áminningunni.

Þegar þú nærð þínum svefntíma, færðu tilkynningu í appinu um að huga að því að taka hlé:
   ༚  Pikkaðu á Í lagi til að hunsa tilkynninguna. Þú færð ekki áminningu aftur fyrr en við næstu svefnáminningu.
   ༚  Pikkaðu á Seinka til að áminningin blundi og minni þig aftur á eftir 10 mínútur.
   ༚  Pikkaðu á Breyta áminningu til að stilla svefnáminningartímann eða slökkva á honum.

Vefvafri
1. Smelltu á prófílmyndina þína efst.
2. Smelltu á Stillingar.
3. Smelltu á Skjátími, og síðan á Svefnáminningar.
4. Kveiktu á stillingunni fyrir svefnáminningar og tímasettu eða breyttu svefnáminningu.
Til að slökkva á svefnáminningu skaltu fylgja skrefunum hér að ofan og slökkva síðan á áminningunni.

Þegar þú nærð þínum svefntíma, færðu tilkynningu um að huga að því að taka hlé:
   ༚  Smelltu á Í lagi til að hunsa tilkynninguna. Þú færð ekki áminningu aftur fyrr en við næstu svefnáminningu.
   ༚  Smelltu á Seinka til að áminningin blundi og minni þig aftur á eftir 10 mínútur.
   ༚  Smelltu á Breyta áminningu til að stilla svefnáminningartímann eða slökkva á honum.






Vikulegar skjátímauppfærslur á TikTok


Þú getur stillt á vikulegar tilkynningar í Ipósthólf  og sprettitilkynningar til að fylgjast með þínum skjátíma. Þú færð tilkynningu um hve miklum tíma þú hefur varið á TikTok síðustu viku ásamt samanburði við fyrri viku.

Til að hafa umsjón með vikulegum skjátímauppfærslum skaltu:
TikTok app
1. Pikka á Prófíll neðst.
2. Pikka á hnappinn Valmynd☰ efst og velja síðan Stillingar og persónuvernd.
3. Pikka á Skjátími.
4. Kveikja eða slökkva á stillingunni Vikulegar tilkynningar um skjátíma.

Ef þú vilt sleppa við sprettitilkynningar og eingöngu fá tilkynningar í pósthólf skaltu:
1. Pikka á Prófíll neðst.
2. Pikka á hnappinn Valmynd ☰ efst og velja síðan Stillingar og persónuvernd
3. Pikka á Tilkynningar.
4. Slökkva á Vikulegar skjátímatilkynningar stillingunni.

Vefvafri
1. Smelltu á prófílmyndina þína efst.
2. Smelltu á Stillingar.
3. Smelltu á Skjátími.
4. Kveiktu eða slökktu á stillingunni Vikulegar skjátímatilkynningar.






Skjátímastjórnborð á TikTok


Notaðu skjátímastjórnborðið til að fá yfirlit yfir tímann sem þú hefur eytt á TikTok. Þú getur skoðað yfirlit yfir skjátímann í aðgerðamiðstöðinni þinni.

Til að skoða skjátímayfirlit þitt á TikTok skaltu:
TikTok app
1. Pikka á Prófíll neðst.
2. Pikka á hnappinn Valmynd ☰ efst og velja síðan Stillingar og persónuvernd.
3. Pikka á Skjátími.

Vefvafri
1. Smelltu á prófílmyndina þína efst.
2. Smelltu á Stillingar.
3. Smella á Skjátími og velja síðan Yfirlit.

Til að skoða yfirlit yfir skjátímann hjá þér í aðgerðamiðstöðinni skaltu:
1. Pikka á Prófíll neðst.
2. Pikka á hnappinn Valmynd ☰ efst og velja síðan Aðgerðamiðstöð.
3. Pikka á Skjátími fyrir neðan skjátímayfirlitið til að fá meiri upplýsingar.

Frá skjátímastjórnborðinu geturðu:
   ༚  Skoðað þinn uppsafnaða Tíma eytt á TikTok fyrir hvern dag núverandi viku. Þessi gögn sýna notkun þína í appinu og vafranum.
   ༚  Pikkaðu á eða smelltu á TikTok opnað til að skoða fjölda skipta sem þú opnaðir TikTok fyrir hvern dag núverandi viku.
   ༚  Notað dagsetningarsíuna til að skoða notkun þína frá annarri viku. Þú hefur möguleika á að velja úr síðustu 3 vikum.

Skjátímastjórnborðið er einnig í boði í Fjölskyldupörun.

Athugið: Allar breytingar sem þú gerir á stillingum skjátíma endurspeglast bæði í appinu og vefútgáfunni af TikTok.



Var þetta gagnlegt?