Fjarlægja upprunaleg hljóð

Þú getur valið hvernær sem er að fjarlægja upprunalegt hljóð sem þú hefur sett á TikTok og aðrir efnishöfundar hafa notað í sínum myndböndum. Þegar þú hefur fjarlægt hljóðið hefur því endanlega verið eytt úr öllum myndböndum sem hafa notað hljóðið, einnig þínum eigin.



Hvernig á að fjarlægja upprunalegt hljóð á TikTok


Til að fjarlægja upprunalegt hljóð úr öllum TikTok myndböndum skaltu:
1. Pikka á hljóðið neðst í myndbandinu í Tiktok appinu til að fara á skjáinn fyrir upprunalegt hljóð.
2. Pikka á hnappinn Deila efst.
3. Pikka á Fjarlægja hljóð, pikka síðan á Fjarlægja á næsta skjá og staðfesta að eyða hljóði úr öllum myndböndum sem notuðu það. Þetta á við öll þín myndbönd ásamt öllum myndböndum frá efnishöfundum sem notuðu hljóðið. Efnishöfundar fá tilkynningu um að hljóðið hafi verið fjarlægt úr þeirra myndbandi.


Var þetta gagnlegt?