Fara í kafla
Hvað er Auglýsingaefnissafnið? • Hvernig á að nota Auglýsingarefnissafnið • Um Auglýsingasafnið • Um annað auglýsingaefnissafn
Hvað er auglýsingaefnissafnið?
Auglýsingaefnisafn (CCL) TikTok er safn auglýsinga og annars konar auglýsingaefnis sem birt er á TikTok.
Auglýsingaefnissafnið skiptist í tvö meginsöfn sem eru:
• Auglýsingasafn: Þetta safn inniheldur auglýsingar sem okkur er borgað fyrir að birta notendum, þar á meðal þær sem eru ekki virkar eins og er eða sem auglýsendur hafa gert hlé á.
• Annað auglýsingaefni: Þetta safn inniheldur efni sem kynnir vörumerki, vöru eða þjónustu og sem við fáum ekki greitt fyrir að sýna.
Athugið: Aulýsingaefnissafnið inniheldur sem stendur upplýsingar um auglýsingar sem eru aðeins tiltækar notendum á Evrópska efnahagssvæðinu (EES), í Sviss og Bretlandi.
Hvernig á að nota auglýsingaefnissafnið
Þú getur nálgast undirsöfnin sem talin eru upp hér að neðan á library.tiktok.com. Auglýsingaefnissafnið er í boði fyrir alla og þú þarft ekki TikTok reikning til að fá aðgang að, leita eða nota það
Um auglýsingasafnið
Eftirfarandi upplýsingar eru aðgengilegar í auglýsingasafninu:
• Sérhver auglýsing sem hefur að minnsta kosti eitt áhorf, hefur verið birt 1. október 2022 eða síðar og er miðuð við notendur innan EES, Sviss eða Bretlands.
• Þú getur leitað að hvaða auglýsingum sem er, jafnvel þótt þú hafir ekki séð þær áður.
• Allar auglýsingar og auglýsingaupplýsingar verða aðgengilegar í safninu í eitt ár eftir að notandi sá auglýsinguna síðast.
Athugaðu: Það getur tekið allt að 24 klukkustundir fyrir auglýsingu að birtast í auglýsingaefnissafninu frá því að hún er skoðuð í fyrsta sinn. Allar breytingar eða uppfærslur sem gerðar eru á auglýsingunni eða herferðinni munu einnig endurspeglast í auglýsingaefnissafninu innan 24 klukkustunda.
Hvernig á að leita í auglýsingasafninu
Til að leita í auglýsingasafninu skaltu:
1. Fara í Auglýsingaefnissafnið.
2. Pikka á Auglýsingasafn efst á síðunni.
3. Velja viðkomandi Markaðsland auglýsingar, Tegund auglýsingar og Útgáfudagur auglýsingar.
4. Til að finna auglýsingar sem settar eru inn af tilteknum auglýsanda eða nota tiltekið leitarorð skaltu slá inn Nafn auglýsanda eða velja leitarorð úr fellivalmyndinni.
5. Smella á Leita.
༚ Allar auglýsingar sem innihalda leitarorðið sem leitað er að eða hafa nafn auglýsanda sem samsvarar leitarorðinu geta birst í niðurstöðunum.
༚ Þú getur flokkað niðurstöður eftir markhópsstærð, síðasta birtingardegi og útgáfudegi.
Hvaða upplýsingar eru tiltækar í auglýsingasafninu?
Smelltu á auglýsingaspjaldið í leitarniðurstöðum til að fara á auglýsingasíðuna þar sem þú finnur frekari upplýsingar, þar á meðal:
• Auglýsandi: Nafn auglýsandans sem og einstaklingsins eða aðilans sem greiddi fyrir auglýsinguna, ef það er annað en auglýsandinn (svo sem auglýsingastofa) og skráð aðsetur fyrirtækisins. Tengill á staðfestan TikTok reikning gæti einnig birst, þar sem hann er í boði. Hafðu í huga að nafn fyrirtækisins sem er skráð hjá TikTok getur verið annað en almennt þekkt viðskiptanafn.
• Fyrst birt: Dagsetningin sem auglýsingin var fyrst sýnd.
• Síðast birt: Dagsetningin sem auglýsingin var síðast sýnd.
• Stakir notendur séð: Áætlað bil fjölda stakra notenda sem hafa séð auglýsinguna að minnsta kosti einu sinni.
• Markmiðunarsamantekt: Mat á því hversu margir notendur uppfylla markhópinn og viðmiðin sem notuð eru til að ákvarða fyrirhugaðan markhóp, svo sem aldur, kyn, staðsetning eða áhugamál.
• Staðsetning: Löndin sem auglýsingin var sýnd í og fjöldi stakra notenda sem hafa séð auglýsinguna að minnsta kosti einu sinni, eftir löndum.
Athugaðu: Sumar auglýsingar gætu birt merki sem gefur til kynna að þær hafi verið fjarlægðar vegna brota á skilmálum okkar. Þú getur ekki skoðað þessar auglýsingar en þú getur samt fundið nokkrar af upplýsingunum hér að ofan, svo sem fjölda stakra notenda sem hafa séð auglýsinguna að minnsta kosti einu sinni eða markmiðunaryfirlitið.
Um safnið fyrir annað auglýsingaefni
Auglýsingaefnissafnið inniheldur einnig efni sem kynnir vörumerki, vöru eða þjónustu og TikTok fær ekki greitt fyrir að sýna. Þetta efni er auðkennt með stillingu fyrir upplýsingagjöf um efni sem er í boði fyrir efnishöfunda þegar þeir birta efni.
Þetta efni verður innifalið í auglýsingaefnissafninu ef það hefur að minnsta kosti eitt áhorf á meðan það er áfram aðgengilegt almenningi á reikningi efnishöfundar. Hvert efnisatriði verður aðgengilegt á safninu í eitt ár eftir að efnishöfundurinn hefur eytt því eða gert lokað, í samræmi við gildandi lög.
Hvernig á að leita í safninu fyrir annað auglýsingaefni
Til að leita að öðru auglýsingaefni skaltu:
1. Fara í Auglýsingaefnissafnið.
2. Smella á Annað auglýsingaefni neðst á síðunni.
3. Velja viðkomandi Land efnishöfundar og Birtingardagur.
4. Til að finna efni sem tiltekinn höfundur hefur sett inn skaltu slá inn Notandanafn efnishöfundar.
5. Smella á Leita. Þú getur raðað niðurstöðum eftir myndbandsáhorfi og birtingardagsetningu.
Hvaða upplýsingar eru tiltækar í safninu fyrir annað auglýsingaefni?
Eftirfarandi upplýsingar eru tiltækar fyrir hvert efnisatriði á leitarniðurstöðusíðunni:
• Notandanafn: Notandanafn efnishöfundar.
• Heiti vörumerkis: Vörumerkið merkt af efnishöfundi sem bakhjarl efnis, ef við á.
• Birtingardagur: Dagsetningin sem efnið var birt og varð sýnilegt öllum notendum.
• Myndbandsáhorf: Hversu oft efnið hefur verið skoðað.
Mikilvægt að vita um efnissafn fyrir annað auglýsingaefni:
• Safnið inniheldur aðeins efni sem efnishöfundurinn hefur upplýst sem auglýsingu í gegnum stillingu fyrir upplýsingagjöf um efni.
• Þú gætir komist að því að sumir efnishöfundar hafa meira efni í boði í safninu en það sem þú sérð á prófílnum þeirra á TikTok. Ástæðan gæti verið sú að höfundurinn hafi fjarlægt myndbandið af prófílnum sínum eða gert það lokað, en það sé enn til í safninu.