Mælt með reikningum

Farðu í kafla 


Hvernig TikTok mælir með reikningum fyrir þig  •  Hvernig TikTok mælir með þínum reikningi við aðra  •  Hvernig á að kveikja og slökkva á tillögum að reikningum 



Til að hjálpa þér að finna og fylgja þeim sem þú gætir þekkt á TikTok, getum við:
•  Mælt með reikningum fyrir þig, með því að sýna þér myndbönd þeirra og Bæta við vinum eiginleikanum á þínum prófíl.
•  Mælt með þínum reikningi við aðra svo þeir geti fylgt þér. 






Hvernig TikTok mælir með reikningum fyrir þig


Það fer eftir upplýsingum sem þú velur að deila með TikTok, við gætum sýnt þér reikning vegna þess að reikningurinn tilheyrir:
•  Einhverjum sem hefur kveikt á Tengiliðir í stillingunni Mæla með þínum reikningi við aðra, bætt símanúmeri sínu eða netfangi við TikTok reikninginn sinn og símanúmerið eða netfangið sem er í símatengiliðum þínum og þú hefur valið að samstilla tengiliði símans í stillingunni Samstilla tengiliði og Facebook-vini.
•  Einhverjum sem hefur kveikt á Tengiliðir í stillingunni Mæla með þínum reikningi við aðra stillingu, hefur símanúmerið þitt eða netfang í símatengiliðum sínum og þeir hafa valið að samstilla símatengiliðina sína í stillingunni Samstilla tengiliði og Facebook-vini og þú hefur bætt símanúmerinu þínu eða netfangi við TikTok reikninginn þinn.
•  Einhverjum sem er vinur þinn á Facebook, sem hefur kveikt á Facebook-vinir í stillingunni Mæla með þínum reikningi við aðra og þú og hinn aðilinn hafið valið að samstilla Facebook-vinalistann ykkar í stillingunni Samstilla tengiliði og Facebook-vini.
•  Einhverjum sem þú hefur sameiginleg tengsl við á TikTok eða Facebook (á völdum svæðum). Þú getur átt sameiginleg tengsl við einhvern ef þið fylgið sömu reikningum, þú fylgir reikningum sem fylgja viðkomandi, viðkomandi fylgir reikingum sem þú fylgir líka og þeir reikningar fylgja þér til baka, eða þú ert tengdur við sömu reikninga á Facebook.
•  Einhverjum sem fylgir þér á TikTok.

Þú getur kveikt eða slökkt á Samstilling tengiliða og Facebook-vina í persónuverndarstillingunum þínum.

Hafðu í huga:
•  Við munum halda áfram að mæla með Facebook vinum jafnvel eftir að þú hefur samstillt Facebook vini. Þú þarft ekki að samstilla við Facebook vinalista reglulega.
•  Ef þú samstillir símatengiliði gæti verið stungið upp á reikningi þínum við aðra ef þú hefur kveikt á Tengiliðir í stillingunni Mæla með þínum reikningi við aðra.
•  Ef þú fjarlægir aðgang TikTok að símatengiliðum þínum í stillingum tækis eða slekkur á stillingunni samstilling tengiliða, getum við ekki lengur samstillt tengiliði, en munum samt halda áfram að mæla með reikningum fyrir þig úr áður samstilltum tengiliðum. Ef þú vilt fjarlægja alla símatengiliði þína sem voru samstilltir við TikTok og hætta að samstilla tengiliði í öllum tækjum geturðu fjarlægt áður samstillta tengiliði í stillingunni Samstilla tengiliði og Facebook vini.






Hvernig TikTok mælir með þínum reikningi fyrir aðra


Það fer eftir upplýsingunum sem þú kýst að deila með TikTok, en við gætum stungið upp á þínum reikningi við:
•  Tengiliði
•  Facebook vini
•  Fólk sem opnar eða sendir þér tengla Þú getur kveikt og slökkt á þessum stillingum hvenær sem er Mæla með þínum reikningi við aðra í þínum stillingum um Persónuvernd.

Hafðu í huga:
•  Jafnvel þó að slökkt sé á öllum þessum stillingum, þá gæti samt verið mælt með þínum reikningi við þá sem fylgja þér eða eiga samskipti við þig á TikTok.
•  Ef þú ert á aldrinum 13 til 17 ára verður ekki stungið upp á reikningnum þínum í sameiginleg tengsl.
•  Ef reikningurinn þinn er lokaður og kveikt er á þessum stillingum munum við benda öðrum á að fylgja reikningnum þínum, en aðeins fólk sem þú samþykkir getur fylgt þér og horft á myndböndin þín.

Tengiliðir
Þegar kveikt er á Tengiliðum í stillingunni Mæla með þínum reikningi við aðra, gæti verið mælt með þínum reikningi við aðra á TikTok ef:
•  Þú hefur skráð símanúmer þitt eða netfang á TikTok reikninginn þinn.
•  Sá sem við erum að mæla með þínum reikningi við hefur valið að samstilla sína símatengiliði við TikTok.
•  Símanúmer þitt eða netfang er í tengiliðum viðkomandi aðila.

Hafðu í huga:
•  Ef þú kveikir á þessari stillingu þarftu ekki að samstilla þína símatengiliði við TikTok reikninginn þinn til að mælt verði með þínum reikningi við aðra.
•  Að auki, hafir þú valið að samstilla símatengiliði, þá gætum við einnig mælt með þínum reikningi við einhvern sem er með skráð símanúmer eða netfang meðal þinna símatengiliða og viðkomandi hefur skráð sitt símanúmer eða netfang á sinn TikTok reikning.

Facebook vinir
Þegar kveikt er á stillingunni Facebook vinir í stillingunni Mæla með þínum reikningi við aðra gæti verið stungið upp á þínum reikningi við aðra á TikTok sem eru þínir Facebook vinir ef bæði þú og þeir hafið valið að samstilla Facebook vinalista með TikTok.

Þú gætir verið með sameiginleg tengsl við einhvern á TikTok ef:
•  Þið fylgið sömu reikningum.
•  Þú fylgir reikningum sem fylgja þeim.
•  Þeir fylgja reikningum sem þú fylgir og þeir reikningar fylgja þér til baka.

Fólk sem opnar eða sendir þér tengla Þegar kveikt er á stillingunni Fólk sem opnar eða sendir þér tengla í stillingunni Mæla með þinum reikningi við aðra þá gæti verið mælt með þínum reikningi við einhvern annan á TikTok sem hefur opnað hlekk sem þú sendir að myndbandi á TikTok, þar með talda tengla sem er deilt á öðrum vettvangi en TikTok (til dæmis, með textaskilaboðum eða gegnum vettvang þriðja aðila).






Hvernig á að kveikja og slökkva á tillögum um reikninga


Þú getur skoðað og stjórnað því hvernig stungið er upp á reikningnum þínum fyrir aðra og hvernig mælt er með reikningum fyrir þig í Persónuverndarstillingum.

Mæla með þínum reikningi við aðra
Þú getur skoðað og stjórnað því hvernig stungið er upp á reikningnum þínum fyrir aðra og hvernig mælt er með reikningum fyrir þig í Persónuverndarstillingum.

Til að breyta því hvernig stungið er upp á þínum reikningi við aðra skaltu:
1. Pikka á Prófíll neðst í TikTok appinu.
2. Pikka á hnappinn Valmynd efst.
3. Pikka á Stillingar og persónuvernd.
4. Pikka á Persónuvernd, og síðan á Mæla með þínum reikningi við aðra.
5. Veldu þá sem þú vilt láta mæla með þínum reikning við. Ef þú kveikir á Facebook vinir, þá þarftu einnig að velja Samstilla Facebook vini.

Samstilla tengiliði og Facebook vini
Notaðu þessa stillingu til að leyfa TikTok að samstilla símatengiliði þína og Facebook vini til að hjálpa við að finna og fylgja fólki. Þú getur hætt að samstilla hvenær sem er og fjarlægt allar samstilltar upplýsingar af TikTok.

Hafðu í huga, að ef þú samstillir símatengiliði og þú hefur kveikt á Tengiliðum í stillingunni Stinga upp á þínum reikningi við aðra, þá gæti verið mælt með þínum reikningi við einhvern er með símanúmer eða netfang sem er skráð meðal þinna símatengiliða og hafa skráð símanúmer sitt eða netfang á TikTok.

Til að samstilla símatengiliði eða Facebook vini á TikTok skaltu:
1. Pikka á Prófíll neðst í TikTok appinu.
2. Pikka á hnappinn Valmynd efst.
3. Pikka á Stillingar og persónuvernd.
4. Pikka á Persónuvernd og pikka síðan á Samstilla tengiliði og Facebook vini.
5. Slökkva eða kveikja á Samstilla tengiliði eða Samstilla Facebook vini stillingunni. Þú getur einnig fjarlægt áður samstilltar upplýsingar.

Athugaðu að ef þú fjarlægir aðgang TikTok að símatengiliðum þínum í tækjastillingum munum við ekki lengur geta samstillt tengiliði en munum samt sem áður halda áfram að stinga upp á reikningum út frá áður samstilltum tengiliðum. Ef þú vilt fjarlægja alla símatengiliði þína sem voru samstilltir við TikTok og hætta að samstilla tengiliði í öllum tækjum geturðu fjarlægt áður samstillta tengiliði í stillingunni Samstilla tengiliði og Facebook vini. Frekari upplýsingar um hvernig símanúmerið þitt er notað á TikTok.


Var þetta gagnlegt?