Persónuvernd og öryggisstillingar unglinga

Farðu í kafla 


Sjálfgefnar persónuverndarstillingar á TikTok  •  Stjórnaðu persónuvernd reikningsins þíns á TikTok  •  Stingdu upp á reikningnum þínum við aðra á TikTok  •  Stjórnaðu niðurhali vídeóa  •  Hver getur sent þér bein skilaboð á TikTok  •  Hver getur farið í Dúett með vídeóunum þínum á TikTok  •  Hver getur farið í Samskeytingu með vídeóunum þínum á TikTok  •  Hverjir mega skrifa athugasemdir við færslurnar og sögurnar þínar á TikTok  •  Hver getur búið til límmiða með vídeóunum þínum á TikTok 






Sjálfgefnar persónuverndarstillingar á TikTok


Við hjá TikTok viljum skapa öruggt samfélag fyrir alla. Þegar unglingar byrja að byggja upp viðveru á netinu er mikilvægt fyrir þá að læra um og endurskoða persónuverndarstillingar sínar og stýringar.


TikTok er í boði fyrir fólk 13 ára og eldra (eða á öðrum aldri eins og tilgreint er í persónuverndarstefnu okkar og þjónustuskilmálum). Til að passa upp á upplifun þína eru við með sjálfgefnar persónuverndarstillingar fyrir eiginleika sem fara eftir aldri þínum og sumir eiginleikar verðar ef til vill ekki tiltækir fyrir þig fyrr en þú verður 16 eða 18 ára. Það fer eftir aldri þínum hvort þú getir breytt persónuverndarstillingum þínum hvenær sem er, þar á meðal þegar þú skráir þig á TikTok eða þegar eiginleiki verður tiltækur fyrir þig.


Frekari upplýsingar um TikTok fyrir fólk yngra en 18 ára er að finna í Gátt unga fólksins og um hvernig þú getur stjórnar persónuvernd þinni í Öryggismiðstöðinni.






Stjórnaðu persónuvernd reikningsins þíns á TikTok


Þú getur breytt reikningnum þínum í opinberan eða lokaðan með stillingunni Lokaður reikningur.


Aldur 13 til 15

•  Reikningurinn þinn er sjálfgefið stilltur á lokaður. Aðeins fólk sem þú samþykkir getur fylgt þér og skoðað vídeóin þín, æviágrip, líkar við sem og fylgir og fylgjendalista.

•  Aðrir geta ekki farið í dúett, samskeytingu, hlaðið niður vídeóunum þínum eða bætt færslum þínum við sögurnar sínar.


Aldur 16 til 17

Þegar þú skráir þig á TikTok er reikningurinn þinn sjálfgefið stilltur á lokaður. Ef velur ekki opinberan aðgang eða velur Minna mig á síðar getur þú breytt því hvenær sem er í persónuverndarstillingunum þínum.


Ef þú velur lokaðan reikning:

•  Aðeins fólk sem þú samþykkir getur fylgt þér og skoðað vídeóin þín, æviágrip, líkar við sem og fylgir og fylgjendalista.

•  Aðrir munu ekki geta farið í dúett, samskeytingu eða hlaðið niður vídeóunum þínum eða bætt færslunum þínum við sögurnar sínar.


Ef þú velur opinberan reikning:

•  Hver sem er getur valið að fylgja þér.

•  Ef þú stillir ekki persónuverndarstillingarnar þínar verða prófíllinn þinn og vídeó sýnileg og deilanleg öllum sem eru á eða utan TikTok, hvort sem þeir eru með TikTok reikning eða ekki.

•  Efnið þitt gæti birst í leitarvélum, bloggum, færslum á samfélagsmiðlum og fréttasíðum.

•  Fólk gæti hugsanlega farið í dúett, samskeytingu og hlaðið niður vídeóunum þínum allt eftir persónuverndarstillingum þínum.


Mundu, hvort sem reikningurinn þinn er lokaður eða opinber mun gælunafn þitt, notandanafn og prófílmynd alltaf vera sýnilegt hverjum sem er á eða utan TikTok. Þú getur alltaf takmarkað sýnileika hverrar færslu með því að breyta persónuverndarstillingunum þínum og færslurnar þínar verða takmarkaðar við þann markhóp sem þú velur.






Stingdu upp á reikningnum þínum við aðra á TikTok


Þú getur stjórnað sumum leiðum sem við stingum upp á aðgangnum þínum við aðra á TikTok með persínuverndarstillingunni Stingdu upp á reikningnum þínum við aðra.

Aldur 13 til 15
•  Hvort sem reikningurinn þinn er lokaður eða opinber er slökkt á þessum stillingum. Þú getur kveikt á þeim í persónuverndarstillingunum þínum.
•  Ef þú ert yngri en 18 ára verður ekki stungið upp á aðgangnum þínum við sameiginleg tengsl.

Aldur 18 og eldri
•  Sjálfgefið kveikt er á stillingunni. Þú getur slökkt á henni í persónuverndarstillingunum þínum.
•  Þú getur farið yfir stillingarnar þínar Stingdu upp á reikningnum þínum við aðra ef þú vilt breyta hvernig við stingum upp á reikningnum þínum við aðra.






Stjórnaðu niðurhali vídeóa


Þú getur stjórnað því hvort öðru fólki sé heimilt að hlaða niður vídeóunum þínum og deila þeim í öðrum öppum og vefsíðum með stillingunni Niðurhöl vídeós.

Aldur 13 til 15
•  Þessi stýring er stillt á slökkt og er ekki hægt að breyta, jafnvel þótt þú sért með opinberan reikning.

Aldur 16 til 17
•  Ef reikningurinn þinn er lokaður eða ef þú ert undir 16 ára aldri er sjálfgefið slökkt á þessari stýringu.
•  Ef reikningurinn þinn er opinber getur þú kveikt á þessu ef þú vilt leyfa öðrum að hala niður vídeóunum þínum á TikTok.

Athugaðu: Ef slökkt er á þessari stillingu getur fólk samt deilt tengli á vídeóið þitt.






Hver getur sent þér bein skilaboð á TikTok


Þú getur stjórnað því hverjir geta sent þér bein skilaboð í persónuverndastillingum.

Aldur 13 til 15
•  Bein skilaboð eru ekki tiltæk hvort sem reikningur þinn er lokaður eða opinber.

Aldur 16 til 17
Hvort sem reikningur þinn er lokaður eða opinber:
•  Þessi stýring er sjálfgefið stillt á Enginn.
•  Þú getur breytt þessari stýringu í Tillögur að vinum (fylgjendur sem þú fylgir til baka og fólk sem þú gætir þekkt) eða Vinir (fylgjendur sem þú fylgir til baka) í persónuverndarstillingum þínum.






Hver getur farið í Dúett með vídeóunum þínum á TikTok


Þú getur valið hver getur farið í dúett með vídeóunum þínum á TikTok Dúett vídeó sameinar tvö vídeó (vídeóið þitt og vídeó frá annarri manneskju) í eitt vídeó á skiptum skjá.

Aldur 13 til 15
•  Enginn getur farið í dúett með vídeóunum þínum og því er ekki hægt að breyta. Þessi stýring er stillt á Aðeins ég í persónuverndarstillingum þínum.
•  Þú getur farið í dúett með vídeóum annarra.

Aldur 16 til 17
Ef þú velur lokaðan reikning:
•  Enginn getur farið í Dúett með vídeóunum þínum og því er ekki hægt að breyta. Þessi stýring er stillt á Aðeins ég í persónuverndarstillingum þínum.

Ef þú velur opinberan reikning:
•  Þessi stýring er stillt á Vinir (fylgjendur sem þú fylgir til baka). Þetta þýðir að fólk sem þú fylgir á TikTok og fylgir þér til baka getur farið í Dúett með vídeóunum þínum.
•  Þú getur breytt þessari stýringu í Allir eða Aðeins ég í persónuverndarstillingunum þínum.
•  Þegar þú birtir vídeó getur þú slökkt á Leyfa Dúett svo aðrir geti ekki farið í Dúett með vídeóunum þínum.

Athugaðu: Þú verður að hafa opinberan reikning til að leyfa öðrum að fara í Dúett með vídeóunum þínum.






Hver getur farið í Samskeytingu með vídeóunum þínum á TikTok


Þú getur valið hver getur farið í Samskeytingu með vídeóunum þínum á TikTok Samskeytt vídeó gerir öðrum aðila kleift að nota hluta af vídeóinu þínu sem hluta af sínu eigin vídeói.

Aldur 13 til 15
•  Enginn getur farið í Samskeytingu með vídeóunum þínum og því er ekki hægt að breyta. Þessi stýring er stillt á Aðeins ég í persónuverndarstillingum þínum.
•  Þú getur farið í Samskeytingu með vídeóum annarra.

Aldur 16 til 17
Ef þú velur lokaðan reikning:
•   Enginn getur farið í Samskeytingu með vídeóunum þínum og því er ekki hægt að breyta. Þessi stýring er stillt á Aðeins ég í persónuverndarstillingum þínum.

Ef þú velur opinberan reikning:
•  Þessi stýring er stillt á Vinir (fylgjendur sem þú fylgir til baka). Þetta þýðir að fólk sem þú fylgir á TikTok og fylgir þér til baka getur farið í Samskeytingu með vídeóunum þínum.
•  Þú getur breytt þessari stýringu í Allir eða Aðeins ég í persónuverndarstillingunum þínum.
•  Þegar þú birtir vídeó getur þú slökkt á Leyfa Samskeytingu svo aðrir geti ekki farið í Samskeytingu með vídeóunum þínum.

Athugaðu: Þú verður að hafa opinberan reikning til að leyfa öðrum að fara í Samskeytingu með vídeóunum þínum.






Hverjir mega skrifa athugasemdir við færslurnar og sögurnar þínar á TikTok


Þú getur breytt því hver getur skrifað athugasemdir við færslurnar og sögurnar þínar í persónuverndarstillingunum þínum.

Aldur 13 til 15
•  Hvort sem reikningur þinn er lokaður eða opinber:
•  Þessi stýring er stillt á Vinir (fylgjendur sem þú fylgir til baka). Þetta þýðir að fólk sem þú fylgir á TikTok og fylgir þér til baka getur skrifað athugasemdir við færslurnar þínar.
•  Þú getur breytt þessari stýringu í Enginn í stillingunum þínum. Þú getur ekki breytt þessi í Fylgjendur (ef þú ert með lokaðan reikning) eða Allir (ef þú ert með opinberan reikning).
•  Þegar þú birtir færslu getur þú slökkt á Leyfa athugasemdir til að koma í veg fyrir að aðrir skrifi athugasemdir á vídeóin þín.

Aldur 16 til 17
Ef þú velur lokaðan reikning:
•  Þessi stýring er stillt á Fylgjendur. Þetta þýðir að fólk sem þú fylgir á TikTok og fylgir þér til baka getur skrifað athugasemdir við færslurnar þínar.
•  Þú getur breytt þessari stýringu í Vinir (fylgjendur sem þú fylgir til baka) eða Enginn í stillingunum þínum.
•  Þegar þú birtir færslu getur þú slökkt á Leyfa athugasemdir til að koma í veg fyrir að aðrir skrifi athugasemdir við færslurnar þínar.

Ef þú ert með opinberan reikning:
•  Þessi stýring er stillt á Allir. Þetta þýðir að allir sem eru með reikning á TikTok geta skrifað athugasemdir við færslurnar og sögurnar þínar.
•  Þú getur breytt þessari stýringu í Vinir (fylgjendur sem þú fylgir til baka) eða Enginn í stillingunum þínum.
•  Þegar þú birtir færslu getur þú slökkt á Leyfa athugasemdir til að koma í veg fyrir að aðrir skrifi athugasemdir við færslurnar þínar.






Hver getur búið til límmiða með vídeóunum þínum á TikTok


Þú getur breytt því hver má búa til límmiða úr vídeóunum þínum..

Aldur 13 til 15
•  Hvort sem reikningur þinn er lokaður eða opinber geta aðrir ekki búið til límmiða úr neinum af vídeóunum þínum sem þú hefur birt eða munt birta. Þessi stýring er stillt á Aðeins ég í persónuverndarstillingum þínum.

Aldur 16 til 17
Ef þú velur lokaðan reikning:
•  Aðrir geta ekki búið til límmiða úr neinum af vídeóunum þínum sem þú hefur birt eða munt birta. Þessi stýring er stillt á Aðeins ég í persónuverndarstillingum þínum. Ef þú velur opinberan reikning:
•  Þessi stýring er sjálfgefið stillt á Vinir (fylgjendur sem þú fylgir til baka). Hafðu í huga, að sjálfgefið er slökkt á stýringunni Leyfa límmiða þegar þú birtir vídeó. Þetta þýðir að fólk sem þú fylgir á TikTok og sem fylgir þér til baka getur búið til límmiða úr vídeóunum þínum svo framarlega sem þú kveikir á stillingunni Leyfa límmiða fyrir hvert af vídeóunum þínum.
•  Þú getur breytt þessari stillingu í Allir eða Aðeins ég í persónuverndarstillingum þínum.

Kynntu þér betur hvernig á að stjórna persónuverndarstillingum límmiða fyrir TikTok vídeó.


Hafðu í huga að ef foreldri þitt eða forráðamaður stýrir aðgangnum þínum í gegnum Fjölskyldupörun getur það haft áhrif á hvernig þú breytir persónuverndarstillingunum þínum sjálf/sjálfur. Frekari upplýsingar um Fjölskyldupörun er að finna í öryggismiðstöðinni okkar.


Var þetta gagnlegt?