Fara í kafla
Hvað gerist ef reikningurinn þinn er ekki gjaldgengur í að mælt sé með honum? • Hvernig hægt er að senda áfrýjun vegna ógjaldgengs reiknings
Hvað gerist ef reikningurinn þinn er ekki gjaldgengur í að mælt sé með honum?
Við hjá TikTok viljum tryggja að upplifun allra sé örugg og ánægjuleg. Þess vegna gætum við falið efni í Fyrir þig-streyminu sem ekki er við hæfi og gert erfiðara að finna reikninga sem birta slíkt efni.
Ef þú birtir ítrekað efni sem er ekki viðeigandi fyrir Fyrir þig-streymið mun reikningurinn þinn og færslurnar þínar ekki birtast í Fyrir þig-streyminu og erfiðara verður að finna reikninginn og færslurnar í leit.
Við gætum fært reikninginn þinn aftur í góða stöðu hvenær sem er, háð því hversu mikið efni á reikningnum þínum er ekki viðeigandi fyrir Fyrir þig-streymið. Annars geturðu sent áfrýjun.
Hvernig hægt er að senda áfrýjun vegna ógjaldgengs reiknings
Ef reikningurinn þinn verður ógjaldgengur í að mælt sé með honum munum við láta þig vita í pósthólfstilkynningum hjá þér og á prófílnum þínum þannig að þú áttir þig á því hvaða efni var flaggað og hvers vegna.
Ef þú telur að við höfum gert mistök þegar reikningur eða efni voru gerð ógjaldgeng í að mælt sé með þeim geturðu sent áfrýjun.
Til að senda áfrýjun skaltu:
Pósthólf
1. Pikka á Pósthólf neðst í TikTok-appinu.
2. Pikka á tilkynninguna um að reikningurinn þinn sé ekki gjaldgengur í að mælt sé með honum.
3. Pikka á Skoða meira.
4. Skoða ógjaldgengu myndböndin og pikka síðan á Áfrýja efst.
Prófíll
1. Pikka á Prófíll neðst í TikTok-appinu.
2. Pikka á tilkynninguna Ógjaldgengt í að mælt sé með fyrir neðan notandanafnið þitt.
3. Skoða ógjaldgengu myndböndin og pikka síðan á Áfrýja efst.