Hjá TikTok er markmið okkar að skapa öruggt og vinalegt samfélag.Við líðum enga kynferðislega misneytingu og misnotkun barna (e. child sexual exploitation and abuse - CSEA), þar á meðal efni sem tengist kynferðislegri misnotkun barna, tælingu, barnaklám, kynlífskúgun, beiðni um kynlíf og kynferðislega áreitni gegn ungu fólki undir 18 ára aldri.Þetta nær til efnis sem er búið til með gervigreind.
Efni tengt kynferðislegri misnotkun barna (e. child sexual abuse material - CSAM) vísar til alls efnis sem kynvæðir unga manneskju og er deilt, óháð því hver í hlut á, meðal annars:
• CSAM sem einstaklingur sjálfur býr til eða mjög raunsætt stafrænt eða gervigreindarmyndað efni.
• Efni sem vísar til eða sýnir kynferðislegar athafnir eða kynferðislega misnotkun, kynvæðingu ungs líkama eða blætisvæðingu líkamsparta ungrar manneskju.
Ef barnið þitt birtist í efni sem tengist kynferðislegri misnotkun á börnum eða stafrænum auðkennisþjófnaði sem er kynferðislega grófur á TikTok skaltu tilkynna slíkt í þessu vefeyðublaði svo að við getum fengið fleiri upplýsingar til að rannsaka málið og senda þér tilkynningar gegnum SMS eða tölvupóst innan tiltekins tímabils.Tilkynningarnar upplýsa þig um viðleitni okkar til að fjarlægja allt efni sem brýtur gegn viðmiðunarreglum okkar fyrir samfélagið.
Ef þú rekst á annað efni á TikTok sem þú telur brjóta gegn viðmiðunarreglum okkar fyrir samfélagið skaltu tilkynna það til okkar með því að nota almenna tilkynningarvalkosti.Ef þú ákveður að tilkynna geturðu verið þess fullviss að við upplýsum ekki tilkynnta aðilann eða reikningseigandann um hver þú ert.
Þú getur fengið meiri upplýsingar um stuðning tengdan kynferðismisnotkun og tilkynningar í öryggismiðstöðinni.