Fara í kafla
Hvað er höfundarréttur? • Svona færðu höfundarréttarvernd • Vernd höfundarréttar á TikTok • Brot gegn höfundarrétti • Refsistig á reikningi og bönn
Hvað er höfundarréttur?
Höfundarréttur eru lögvarin réttindi sem vernda upprunaleg höfundarverk, svo sem myndbönd og tónlist.Höfundarréttur verndar frumlega tjáningu hugmyndar (til dæmis hvernig myndband eða tónlist er tjáð eða búin til) en verndar ekki undirliggjandi hugmyndir eða staðreyndir.
Svona færðu höfundarréttarvernd
Almennt öðlast þú höfundarréttarvernd þegar þú skapar frumlegt verk.
Höfundarréttarvernd nær aðeins til frumlegrar tjáningar.Það nær ekki til hugmynda, verklagsreglna, starfsaðferða eða stærðfræðilegra hugtaka.Til dæmis getur einstaklingur átt höfundarrétt að kvikmynd, en ekki söguþræði eða þemum sem koma fram í myndinni.
Almennt er ekki gerð krafa um að verk sé skráð til að það öðlist höfundarréttarvernd, þótt slíkt geti auðveldað lausn deilumála í vissum lögsagnarumdæmum.
Vernd höfundarréttar á TikTok
Geturðu birt höfundarréttarvarið efni annars einstaklings á TikTok án hans leyfis?
Þjónustuskilmálar okkar og Viðmiðunarreglur fyrir samfélagið leyfa ekki birtingu, deilingu eða sendingu efnis sem brýtur gegn höfundarrétti, vörumerkjum eða öðrum hugverkaréttindum annars aðila.Þetta felur í sér notkun höfundarréttarvarins efnis annars einstaklings án viðeigandi leyfis eða lagalega gildra ástæðna.
Undir vissum kringumstæðum getur verið að þú hafir lagalega heimild til að nota höfundarréttarvarið efni annars aðila án leyfis viðkomandi.Undir slíkt fellur til dæmis sanngjörn notkun og undantekningar frá höfundarrétti eins og tilvitnanir, gagnrýni og/eða umsögn um höfundarréttarvarið efni.
Brot gegn höfundarrétti
Svona berð þú þig að ef brotið hefur verið á höfundarrétti þínum á TikTok
Ef þú telur að einhver hafi brotið gegn höfundarrétti þínum á TikTok geturðu haft beint samband við viðkomandi til að leysa málið.Að öðrum kosti geturðu sent inn tilkynningu um brot á höfundarrétti til að biðja um að meint brotlegt efni verði fjarlægt af TikTok í eyðublaðinu á netinu eða í appinu.
Svona tilkynnir þú brot á hugverkarétti á TikTok:
1. Pikkaðu á hnappinn Deila í TikTok-appinu við hlið færslunnar sem þú vilt tilkynna.
2. Pikkaðu á Tilkynna.
3. Pikkaðu á Fölsun og hugverk.
4. Pikkaðu á Brot gegn höfundarrétti og fylgdu skrefunum til að tilkynna.
Mikilvæg atriði um tilkynningar á brotum gegn höfundarrétti:
• Þú þarft að veita allar nauðsynlegar og nákvæmar upplýsingar í sendingunni þinni, annars gæti kvörtun þinni verið hafnað.
• Þú verður að vera eigandi eða réttbær fulltrúi eiganda verksins sem brotið hefur verið gegn til að senda tilkynningu um brot á höfundarrétti.Tryggðu að fylgigögn sem auðkenna þig sem eiganda eða réttbæran fulltrúa séu innifalin í tilkynningunni.
• Ef þú sendir viljandi villandi eða sviksamlega tilkynningu getur það leitt til skaðabótaábyrgðar samkvæmt lögum í viðeigandi löndum.
• Upplýsingarnar á þessari síðu ná fyrst og fremst til notendaframleidds efnis.Til að þjóna þörfum þínum betur höfum við sérstök hugverkateymi sem styðja TikTok Shop og TikTok for Business.Þú getur haft samband við okkur með þessu eyðublaði á netinu til að tilkynna brot gegn höfundarrétti í auglýsingum eða með þessu eyðublaði á netinu til að tilkynna brot gegn höfundarrétti í TikTok Shop.
Hvað gerist eftir að staðhæfing um brot gegn höfundarrétti hefur verið send til TikTok?
Allar staðhæfingar um brot gegn höfundarrétti verða yfirfarnar af sérfræðingateymi okkar í höfundarrétti.Við metum hvort tilkynningin inniheldur allar nauðsynlegar upplýsingar til að við getum rannsakað kröfurnar og hafi verið lögð fram af eiganda höfundarréttar eða réttbærum fulltrúa viðkomandi.Við gætum leitað til þín til að veita allar upplýsingar sem vantar.Við mælum með að svara skjótt til að lágmarka tafir.
Ef við teljum að um sé að ræða brot á Hugverkastefnu okkar munum við fjarlægja efnið af verkvangnum.Við látum bæði tilkynnanda og þann sem var tilkynntur vita af aðgerðunum sem gripið hefur verið til.
Svona skaltu bera þig að ef efnið þitt hefur ranglega verið fjarlægt vegna brots gegn höfundarrétti
Þú færð tilkynningu í appinu ef efnið þitt hefur verið fjarlægt vegna höfundarréttarbrota.Ef þú telur að efnið þitt hafi verið ranglega fjarlægt vegna þess að þú hafir heimild til að nota höfundarréttarvarða efnið eða þú telur þig hafa rétt til að nota efnið geturðu einnig sent áfrýjun í tilkynningunni í appinu.Þú þarft að veita allar nauðsynlegar upplýsingar, þar á meðal samskiptaupplýsingar þínar og öll sönnunargögn sem styðja við kröfuna.Annars gæti áfrýjuninni verið hafnað.
Eftirfarandi áfrýjunarástæður, án gildra sönnunargagna, eru almennt ekki samþykktar:
• Aðeins lítill hluti verksins var afritaður en ekki allt verkið.
• Aðrir eru einnig að birta svipað efni.
• Þú segist ekki eiga höfundarrétt að efninu.
• Þú vissir ekki að þú mættir ekki birta efnið án leyfis.
• Birting efnisins er vernduð af réttinum til málfrelsis.
Ef áfrýjun þín er samþykkt munum við setja efnið þitt aftur inn.
Refsistig á reikningi og bönn
Hvað verður um TikTok-reikninginn þinn ef efnið þitt er fjarlægt vegna brots gegn höfundarrétti?
Samkvæmt stefnu okkar um endurtekin brot gefum við refsistig ef efni viðkomandi var fjarlægt vegna brots gegn höfundarrétti.Mest er hægt að fá 3 refsistig fyrir hverja tegund höfundarréttar, síðan munum við fjarlægja reikninginn varanlega.Við teljum refsistig vegna brota gegn höfundarrétti og vörumerkjum sitt í hvoru lagi.Ef þú, til dæmis, færð 2 refsistig vegna brots gegn höfundarrétti og 2 refsistig fyrir brot gegn vörumerkjum verður reikningurinn þinn ekki bannaður.Ef þú, til dæmis, færð 3 refsistig vegna brots gegn höfundarrétti og eitt refsistig fyrir brot gegn vörumerkjum verður reikningurinn þinn bannaður.Uppsöfnuð refsistig munu fyrnast hjá þér eftir 90 daga.Við gætum einnig fjarlægt brot ef tilkynning um brot gegn höfundarrétti er dregin til baka eða áfrýjun þín er samþykkt.
Við áskiljum okkur rétt til að fjarlægja strax hvaða reikning sem er vegna brota gegn viðmiðunarreglum fyrir samfélagið okkar, óháð fjölda refsistiga.
Svona forðast þú að efnið þitt verði fjarlægt vegna brots gegn höfundarrétti
Þú átt aðeins að birta frumsamið efni á TikTok.Ef þú ætlar að nota efni sem tilheyrir einhverjum öðrum er ráðlegt fyrir þig að fá leyfi viðkomandi fyrirfram.
Undir vissum kringumstæðum getur verið að þú hafir heimild til að nota höfundarréttarvarið efni annars aðila án leyfis viðkomandi.Til dæmis ef efnið er almenningseign eða er leyft með öðrum hætti samkvæmt lögum.
Hafðu í huga að þekkingarskortur er ekki gild vörn þegar kermur að brotum gegn höfundarrétti.