Brellur útbúnar í snjalltækjum

Fara í kafla


Hvað er brelluverkfærið fyrir snjalltæki á TikTok?  •   Hvaða brellur eru í brelluverkfærinu fyrir snjalltæki?  •  Hvernig á að búa til brellu  •  Brelluleiðbeiningar 






Hvað er brelluverkfærið fyrir snjalltæki á TikTok?


Brelluverkfærið fyrir snjalltæki er tól fyrir efnishöfunda til að búa til sérsniðnar brellur í TikTok-appinu. Sem efnishöfundur geturðu búið til eigin brellur og notað förðun, límmiða, síur, slembingar, grænskjá og fleira.






Hvaða brellur eru í brelluverkfærinu fyrir snjalltæki?


Fáðu upplýsingar um ólíkar tegundir brellna sem þú getur notað í efnisgerð:
•  Límmiðar: Bættu límmiðum við brelluna. Festu límmiðana við andlitið, höndina, forgrunn eða bakgrunn.\
•  Slembing: Búðu til brellu sem velur texta eða mynd úr nokkrum valkostum í eigin safni eða völdum texta með slembivali.
•  Grænskjár: Búðu til brellur sem aðrir geta notað með eigin myndum til að skipta út fyrir grænskjáinn.
•  Umbreyting: Leiktu þér að því að verpa og teygja á andlitum til að búa til brellur sem umbreyta andlitum.
•  Sjónrænar brellur: Settu lög af kvikum brellum, til dæmis flassi, blörrun, upplausn og fleiru til að efnið þitt veki enn meiri eftirtekt.






Hvernig á að búa til brellu


Til að búa til upprunalega brellu eða byrja úr sniðmáti skaltu:

1. Pikka á hnappinn Bæta við færslu + neðst í TikTok-appinu.

2. Pikka á hnappinn Brellur.

3. Fletta til hliðar og pikka á Búa til.

4. Pikka á Búa til brellu.

5. Velja eina eða fleiri brellutegundir neðst:

   ༚  Pikkaðu á Förðun, Límmiðar, Grænskjár og fleira til að búa til upprunalega brellu.

   ༚  Pikkaðu á Sniðmát til að nota sniðmát eða breyta sniðmáti með því að nota aðrar brellutegundir.

6. Pikka á Lokið þegar þú hefur breytt brellunni.

7. Pikka á hnappinn Bæta tákni við + fyrir neðan Brellutákn og velja síðan tegund úr safninu eða þínu eigin albúmi með því að pikka á Nýlegt.

8. Slá inn heiti til að lýsa brellunni fyrir neðan Brelluheiti.

9. Pikka á Senda til að senda brelluna í yfirferð eða pikka á Vista sem drög til að breyta síðar.

Hafðu í huga að þegar brellan hefur verið samþykkt geta allir á TikTok notað hana.






Brelluleiðbeiningar


Brellur verða að samræmast þjónustuskilmálunum, persónuverndarstefnunni, viðmiðunarreglum fyrir samfélagið, brelluleiðbeiningunum og öllum síðari reglum um notkun á þjónustu okkar. Við áskiljum okkur rétt til að hafna eða fjarlægja brellur sem ekki samræmast ofangreindum skilmálum, reglum eða leiðbeiningum.



Var þetta gagnlegt?