Hvernig TikTok stingur upp á efni

Farðu í kafla 


Hvað eru tillögukerfi?  •  Hvernig mælt er með efni á TikTok  •  Aðrir þættir sem hafa áhrif á hvernig TikTok mælir með efni  •  Hvernig þú getur haft áhrif á það sem þú sérð á TikTok 






Hvað eru tillögukerfi?


Markmið TikTok er að efla sköpunargáfu og færa fólki gleði. Við erum með fjölbreytt efni og viljum að þú uppgötvir áhugaverð og viðeigandi myndbönd. Þess vegna notum við tillögukerfin okkar til að bjóða þér upp á sérsniðna upplifun. Kerfin leggja til efni eftir valinu hjá þér sem sést gegnum gagnvirkni þína á TikTok, til dæmis þegar þú fylgir reikningi eða setur líka við færslu.

Þegar þú skráir þig fyrst á TikTok gætum við boðið þér að velja áhugaflokka, til dæmis gæludýr eða ferðalög, en það val hjálpar okkur að búa til streymin Fyrir þig og Í BEINNI. Ef þú velur engan áhugaflokk byrjum við á því að bjóða þér upp á streymi með nýlegum myndböndum sem eru vinsæl hjá öðrum á TikTok. Þegar upphaflegu myndböndin fyrir þig eru valin leitar tillögukerfið að vinsælum myndböndum sem henta stórum hópi áhorfenda og tekur mið af staðsetningu þinni og tungumálastillingum. Auk flokka mælum við með vinsælum efnishöfundum sem þú getur fylgt. Ef þú velur enga fylgjendur og átt enga vini á TikTok er ekki víst að þú sjáir efni á flipanum Vinir eða streyminu Fylgir.

Þegar þú byrjar að eiga samskipti í appinu eru samskipti þín eins og merki sem hjálpa tillögukerfinu að átta sig á hvaða efni þú ert líklegri til að hafa meiri áhuga á og hvaða efni þú gætir haft minni áhuga á og viljað sleppa. Gagnvirkni þín á TikTok gæti haft áhrif á hvernig kerfið raðar og sýnir þér efni.






Hvernig mælt er með efni á TikTok


Við mælum með efni byggt á nokkrum þáttum og reynum að spá fyrir um hversu áhugavert og viðeigandi efni gæti verið fyrir notanda. Þrír helstu þættirnir eru gagnvirkni notandans, efnisupplýsingar og notandaupplýsingar.

Hvert tillögukerfi velur myndbönd úr stóru safni af gjaldgengu efni og raðar þeim samkvæmt spá kerfisins um hversu líklegt er að þú munir hafa áhuga á hverju myndbandi fyrir sig. Í sumum tillögukerfum eru spárnar líka byggðar á gagnvirkni annarra á TikTok sem virðast hafa svipað áhugasvið. Ef notandi A til dæmis líkar myndbönd 1, 2 og 3 og notandi B líkar myndbönd 1, 2, 3, 4 og 5 gæti tillögukerfið spáð því að notandi A muni einnig líka myndbönd 4 og 5. Sumir gætu séð sama efnið en eiginleikar eins og Fyrir þig, Fylgir, Vinir og streymið Í BEINNI eru bundin við hvern einstakling.

Þú getur skoðað efni í ýmsum streymum og eiginleikum sem við erum stöðugt að bæta og stækka með tímanum. Hér að neðan eru nokkur vinsæl dæmi.

Fyrir þig
Fyrir þig-streymið sýnir efnisstreymi sem er aðeins fyrir þig, svo að þú getir fundið efni og efnishöfunda sem þú elskar.

Þættir sem geta haft áhrif á Fyrir þig-streymið þitt eru, meðal annars:
• 
Gagnvirkni notanda: Efni sem þú líkar, deilir, setur inn athugasemdir við og skoðar í heild eða sleppir, svo og reikningar fylgjenda sem þú fylgir til baka.
• 
Efnisupplýsingar: Hljóð, myllumerki, fjöldi áhorfa og landið þar sem efnið var birt.
• 
Notandaupplýsingar: Tækjastillingar, kjörstillingar fyrir tungumál, staðsetning, tímabelti og dagur og tegund tækis.

Þessir þættir hjálpa okkur að spá fyrir um hversu viðeigandi og áhugavert notanda gæti þótt efni. Mismunandi þættir geta spilað stórt eða lítið hlutverk í tillögum og mikilvægi eða vægi þáttar getur tekið breytingum með tímanum. Fyrir marga notendur fær tíminn sem varið er í að horfa á tiltekið myndband yfirleitt meira vægi en aðrir þættir.

Fylgir
Fylgir-streymið sýnir efni frá efnishöfundum sem þú fylgir. Hvert Fylgir-streymi er einstakt og jafnvel þó að tveir notendur fylgi sama hópi efnishöfunda mun hvert streymi raða og birta efni eftir því hvernig þú notar TikTok.

Þættir sem geta haft áhrif á Fylgir-streymið þitt eru, meðal annars:
• 
Gagnvirkni notanda: Heimsóknir á prófíl notandans sem þú fylgir og efni sem þú líkar, deilir, setur inn athugasemdir við og skoðar í heild sinni eða sleppir.
• 
Efnisupplýsingar: Hljóð, myllumerki, myndbandsáhorf og landið þar sem efnið var birt.
• 
Notandaupplýsingar: Tækjastillingar, kjörstillingar fyrir tungumál, staðsetning, tímabelti og dagur og tegund tækis.

Þessir þættir hjálpa okkur að spá fyrir um hversu viðeigandi og áhugavert notanda gæti þótt efni. Mismunandi þættir geta spilað stórt eða lítið hlutverk í tillögum og mikilvægi eða vægi þáttar getur tekið breytingum með tímanum. Fyrir marga notendur fær tíminn sem varið er í að horfa á tiltekin myndbönd yfirleitt meira vægi en aðrir þættir.

Vinir
Flipinn Vinir sýnir efni frá fylgjendum sem þú fylgir til baka (vinunum þínum), reikningum sem þú fylgir og öðrum tillögðum reikningum. Þó að tveir notendur fylgi sömu efnishöfundum mun flipinn Vinir raða og birta efni á einstakan hátt fyrir hvern einstakling.

Þættir sem geta haft áhrif á flipann Vinir eru, meðal annars:
• 
Gagnvirkni notanda: Heimsóknir á prófíla vina þinna eða fólks sem þú gætir þekkt og efni sem þú líkar, deilir, setur inn athugasemdir við og skoðar í heild sinni eða sleppir.
• 
Efnisupplýsingar: Hljóð, myllumerki, myndbandsáhorf og landið þar sem efnið var birt.
• 
Notandaupplýsingar: Tækjastillingar, tengiliðir (með þínu samþykki), kjörstillingar fyrir tungumál, staðsetning, tímabelti og dagur og tegund tækis.

Þessir þættir hjálpa okkur að spá fyrir um hversu viðeigandi og áhugavert áhorfanda gæti þótt efni. Mismunandi þættir geta spilað stórt eða lítið hlutverk í tillögum og mikilvægi eða vægi þáttar getur tekið breytingum með tímanum. Fyrir marga notendur er líkar við og athugasemdir við myndband almennt vegna þyngra en aðrir þættir.

Í BEINNI
Streymið Í BEINNI birtir streymi með myndböndum Í BEINNI sem gera þér kleift að finna efni og efnishöfunda sem eru í uppáhaldi. Þú getur skoðað myndbönd Í BEINNI með því að velja hnappinn Í BEINNI efst í Fyrir þig-streyminu eða þú gætir séð tillögur að myndböndum Í BEINNI í Fyrir þig-streyminu.

Þættir sem geta haft áhrif á streymið Í BEINNI hjá þér eru, meðal annars:
• 
Gagnvirkni notanda: Myndbönd Í BEINNI sem þú líkar og setur inn athugasemdir við, efnishöfundar sem þú fylgir, áhorfstími og Gjafir sem sendar eru.
• 
Efnisupplýsingar: Myllumerki, fjöldi áhorfa Í BEINNI, fjöldi líkar, fjöldi Gjafa sem sendar eru, fjöldi fylgjenda efnishöfundarins og landið þar sem Í BEINNI á sér stað.
• 
Notandaupplýsingar: Tækjastillingar, kjörstillingar fyrir tungumál, staðsetning, tímabelti og dagur og tegund tækis.

Þessir þættir hjálpa okkur að spá fyrir um hversu viðeigandi og áhugavert notanda gæti þótt efni. Mismunandi þættir geta spilað stórt eða lítið hlutverk í tillögum og mikilvægi eða vægi þáttar getur tekið breytingum með tímanum. Fyrir marga notendur fær tíminn sem varið er í að horfa á tiltekið efni Í BEINNI yfirleitt meira vægi en aðrir þættir.

Leita
Leitareiginleikinn okkar gerir þér kleift að leita að efni á TikTok. Þar er einnig mælt með leitarorðum þannig að þú getir uppgötvað efni.

Þættir sem geta haft áhrif á leitarniðurstöðurnar hjá þér eru, meðal annars:
• 
Gagnvirkni notanda: Eldri leit hjá þér og efnið sem þú líkar, deilir, setur inn athugasemdir við eða horfir á í heild sinni eða sleppir.
• 
Efnisupplýsingar: Hversu viðeigandi efnið er fyrir leitina, myllumerki og hljóð sem notað er.
• 
Notandaupplýsingar: Tækjastillingar, kjörstillingar tungumáls og staðsetning.

Þessir þættir hjálpa okkur að spá fyrir um hversu viðeigandi og áhugavert áhorfanda gæti þótt efni. Mismunandi þættir geta spilað stórt eða lítið hlutverk í tillögum og mikilvægi eða vægi þáttar getur tekið breytingum með tímanum. Fyrir marga notendur hefur það hversu viðeigandi efnið er fyrir tiltekið innslegið leitaorð meira vægi en aðrir þættir.

Athugasemdir
Við mælum með athugasemdum við færslur sem við höldum að þú hafir áhuga á og til að efla tengsl innan TikTok-samfélagsins.

Þættir sem geta haft áhrif á hvaða athugasemdir við sýnum þér eru, meðal annars:
• 
Gagnvirkni notanda: Athugasemdir sem þú líkar, svarar og hvort þú fylgir efnishöfundi myndbandsins eða höfundi athugasemdanna.
• 
Efnisupplýsingar: Fjöldi líkar og tungumál athugasemdanna.
• 
Notandaupplýsingar: Staðsetning þín og kjörstillingar fyrir tungumál og tækjastillingar.

Mismunandi þættir geta spilað stórt eða lítið hlutverk í tillögum og mikilvægi eða vægi þáttar getur tekið breytingum með tímanum. Fyrir marga notendur hefur tungumál athugasemdanna og hversu mörg líkar hafa verið sett við þær meira vægi en aðrir þættir.

Tilkynningar
Við munum senda þér tilkynningar þar sem mælt er með efni sem þér gæti líkað, um fólk sem þú gætir þekkt eða leitarorð sem þú gætir haft áhuga á.

Þættir sem geta haft áhrif á hvaða tilkynningar við sendum þér eru, meðal annars:
• 
Gagnvirkni notanda: Hversu mikil virkni þín hefur verið á TikTok og eldri gagnvirkni hjá þér tengd tilkynningum.
• 
Efnisupplýsingar: Höfundur efnisins, myllumerki, áhorfsfjöldi og landið þars em efnið bar birt.
• 
Notandaupplýsingar: Staðsetning þín, kjörstillingar fyrir tungumál og tegund tækis.

Mismunandi þættir geta spilað stórt eða lítið hlutverk í tillögum og mikilvægi eða vægi þáttar getur tekið breytingum með tímanum. Fyrir marga notendur hefur fjöldi tilkynninga sem þú færð og opnar yfirleitt meira vægi en aðrir þættir.

Reikningstillögur
Á TikTok geturðu tengst fólki sem þú gætir þekkt og efnishöfundum sem þú gætir haft áhuga á, byggt á þeim sem þú átt nú þegar samskipti við.

Þættir sem gætu haft áhrif á reikningstillögur eru, meðal annars:
• 
Gagnvirkni notanda: Virkni þín á TikTok, til dæmis tegundir reikninga sem þú fylgir, líkar eða deilir efni með.
• 
Efnisupplýsingar: Fjöldi fylgjenda og áhorfa sem reikningur er með, staðsetning reiknings og líkindin á því að þú þekkir annan notanda, til dæmis hvort viðkomandi er í tengiliðunum þínum (með þínu samþykki).
• 
Notandaupplýsingar: Tækjastillingar, kjörstillingar tungumáls og staðsetning.

Mismunandi þættir geta spilað stórt eða lítið hlutverk í tillögum og mikilvægi eða vægi þáttar getur tekið breytingum með tímanum. Fyrir marga notendur hefur fjöldi sameiginlegra tengsla milli tveggja reikninga yfirleitt meira vægi en aðrir þættir.






Aðrir þættir sem hafa áhrif á það hvernig TikTok mælir með efni


Fjölbreytni í tillögum
Þegar þú skoðar efni á flipunum Vinir, Fyrir þig, Fylgir og streymunum Í BEINNI er markmið okkar að ná jafnvægi milli þess að mæla með efni sem gæti verið viðeigandi fyrir þig en gera þér einnig kleift að uppgötva nýtt og fjölbreytilegt efni og efnishöfunda og upplifa ný sjónarhorn og hugmyndir. Þess vegna gætirðu rekist á efni í streymunum Fyrir þig og Í BEINNI sem virðist ekki tengjast því sem þú hefur sýnt áhuga á. Við mælum yfirleitt ekki með efni sem þú hefur nú þegar skoðað og við munum hvetja þig til að skoða ólíka efnisflokka og efnishöfunda gegnum tillögur.

Á flipanum Vinir og í streyminu Fylgir gætirðu líka séð mörg myndbönd frá sama efnishöfundi, en við munum almennt ekki mæla með tveimur myndböndum í röð frá þeim efnishöfundi. Ef þú fylgir þeim efnishöfundi eingöngu gætum við mælt með mörgum myndböndum í röð. Ef þú hefur ekki lengur nein myndbönd til að skoða á flipanum Vinir eða í streyminu Fylgir munum við mæla með því að þú skoðir myndbönd í Fyrir þig-streyminu.

Hvernig öryggi upplifunar þinnar er tryggt
Tillögukerfin okkar eru hönnuð með öryggi í fyrirrúmi og við fjarlægjum efni sem brýtur gegn viðmiðunarreglum fyrir samfélagið okkar. Öryggisteymið okkar grípur til frekari ráðstafana með því að fara yfir myndbönd sem vaxa í vinsældum til að draga úr líkunum á því að mælt verði með efni sem hæfir hugsanlega ekki öllum á TikTok. Til dæmis einsetjum við okkur að stinga ekki upp á eða takmörkum tillögur tengdar ákveðnum flokkum efnis sem hæfa hugsanlega ekki almennum markhópi, jafnvel þótt þetta efni sé ekki fjarlægt að fullu af TikTok. Við skoðum stöðugt myndbönd Í BEINNI til að trufla og stöðva efni Í BEINNI sem brýtur gegn viðmiðunarreglum okkar fyrir samfélagið. Við gætum líka takmarkað efnishöfunda frá því að fara í BEINA sem brjóta gegn viðmiðunarreglum fyrir samfélagið okkar. Notendum yngri en 18 ára er óheimilt að hýsa Í BEINNI eða senda Gjafir og eru takmarkaðir frá að horfa á ákveðin myndbönd Í BEINNI. Nánar umaldurstakmarkað efni á Í BEINNI.

Þú getur fengið meiri upplýsingar um viðmið okkar tengd gjaldgengi efnis í Viðmiðunarreglum fyrir samfélagið.






Hvernig þú getur haft áhrif á hvað þú sérð á TikTok


Fyrir þig
Auk áhugaflokka sem þú velur þegar þú skráir þig á TikTok geturðu notað eftirfarandi eiginleika til að móta Fyrir þig-streymið:
•  Hef ekki áhuga: Ef þú hefur ekki áhuga á tilteknu efni geturðu látið okkur vita með því að deila ábendingu um að þú hafir ekki áhuga á því og þá munum við sýna þér minna slíkt efni.
•  Sía leitarorð myndbands: Síaðu tiltekin orð eða myllumerki í efninu sem þú færð tillögu um í streymunum Fyrir þig og Fylgir.

Ef þér finnst tillögurnar í Fyrir þig-streyminu ekki eiga við þig lengur, eða þú sækist eftir meiri fjölbreytni í streyminu, geturðu endurglætt Fyrir þig-streymið til að skoða nýtt safn af vinsælu efni, eins og þú værir með glænýjan TikTok-reikning.

Fylgir
Notaðu eftirfarandi eiginleika til að móta fylgir streymið þitt:
•  Hætta að fylgja: Ef þú hættir að fylgja efnishöfundi geturðu fjarlægt færslur efnishöfundarins beint í Fylgir-streyminu.
•  Sía leitarorð myndbands: Síaðu út ákveðin orð eða myllumerki úr efnisstillingarhlutanum í stillingum til að hætta að sjá efni með þessum leitarorðum í streymunum Fyrir þig og Fylgir.

Vinir
Notaðu eftirfarandi eiginleika til að móta flipann Vinir hjá þér:
•  Hætta að fylgja: Ef þú hættir að fylgja efnishöfundinum eða vini gætu færslur frá þeim reikningi verið fjarlægðar á flipanum Vinir
•  Hef ekki áhuga: Ef þú hefur ekki áhuga á tillögðu efni frá fólki sem þú gætir þekkt byggt á tillögðum reikningum geturðu látið okkur vita með því að deila ábendingu um að þú hafir ekki áhuga og þú munum við sýna þér minna efni frá þeim efnishöfundi.

Í BEINNI
Auk áhugaflokka sem þú velur þegar þú skráir þig á TikTok geturðu notað eftirfarandi eiginleika til að móta Í BEINNI-streymið:
•  Hef ekki áhuga: Ef þú hefur ekki áhuga á tilteknu efni Í BEINNI geturðu látið okkur vita með því að deila ábendingum um að þú hafir ekki áhuga á því og þá munum við sýna þér minna slíkt efni frá þeim efnishöfundi.

Athugasemdir
Láttu okkur vita að þú hafir ekki áhuga á athugsemd með því að mislíka hana í athugasemdasvæðinu í færslu.

Tilkynningar
Stjórnaðu tilkynningum í stillingum til að velja þær tilkynningar sem þú vilt fá fyrir tillögur að færslum. Slökktu á öllum tilkynningum eða veldu hvort þú vilt fá tilkynningar tengdar tiltekinni gagnvirkni.

Reikningstillögur
Notaðu eftirfarandi eiginleika til að hafa áhrif á reikningstillögur hjá þér:
•  Afstilla tengiliði: Fjarlægðu áður samstillta tengiliði eða slökktu á samstilltum tengiliðum í persónuverndarstillingum.
•  Fjarlægja reikningstillögur: Þegar við mælum með reikningum sem þú gætir viljað fylgja geturðu fjarlægt þá úr tillögulistanum til að láta okkur vita að þú hafir ekki áhuga.




Var þetta gagnlegt?