Fara í kafla
Um reikninga yfirvalda, stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka (e. Government, Politician, and Political Party Accounts - GPPPA) • Hvað telst vera reikningur yfirvalda, stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka (GPPPA)? • Hvaða takmarkanir gilda um GPPPA? • Hvernig á að fá auðkennisskjöld á reikninginn • Hvernig á að fá vernd fyrir reikninginn þinn á TikTok
Um reikninga yfirvalda, stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka (GPPPA)
Yfir milljarður einstaklinga reiða sig á TikTok til að geta tjáð sig á skapandi hátt, deila hæfileikum sínum, njóta skemmtilegs efnis og eiga samskipti við fjölbreytilegt samfélag.Margar ríkisstjórnir, stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar um heim allan nota verkvang okkar og við bjóðum þau velkomin á TikTok þar sem hægt er að uppgötva margvíslegar skoðanir og efnishöfunda og tengjast öðrum í samfélaginu.Vegna þess að ríkisstjórnir, stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar (GPPA) eru mikilvægir í almannarýminu flokkum við viðeigandi TikTok-reikninga sem slíka og notum margvíslegar reglur sem hjálpa til við að tryggja að upplifunin sé viðeigandi.
Hverjir teljast vera GPPPA?
• Aðilar sem stjórnað er af yfirvöldum lands/alríkis, til dæmis stofnanir, ráðuneyti eða skrifstofur
• Aðilar á vegum fylkis/sýslu og sveitarfélags
• Frambjóðendur og kjörnir fulltrúar alríkis/lands
• Embættismenn alríkis/lands, til dæmis ráðherrar og sendiherrar
• Opinber talsmaður eða háttsettur fulltrúi frambjóðanda eða kjörins/skipaðs fulltrúa á vegum alríkis/lands.Þetta getur til dæmis verið skrifstofustjóri, kosningastjóri eða stjórnandi stafrænna miðla.
• Opinber talsmaður, háttsettur fulltrúi frambjóðanda eða framkvæmdastjóri stjórnmálaflokks.Þetta getur til dæmis verið flokksformaður eða fjármálastjóri.
• Stjórnmálaflokkar
• Meðlimir konungsfjölskyldu sem gegna embættisstöðum
• Pólitískar ungliðahreyfingar (fyrir helstu stjórnmálaflokka samkvæmt opinberri stefnu á svæði)
• Fyrrverandi þjóðhöfðingjar og/eða leiðtogar ríkisstjórna
• Pólitískar aðgerðanefndir (PACs) eða hvers kyns landssértæk jafngildi
• Frambjóðendur og kjörnir fulltrúar fylkis/sýslu og svæðis samkvæmt opinberri stefnu um svæði, byggt á markaðsþáttum
• Embættismenn fylkis/sýslu og svæðis samkvæmt opinberri stefnu um svæði, byggt á markaðsþáttum
Áríðandi að vita um GPPPA:
• GPPPA þurfa að vera skráðir í landinu þar sem starfsemi viðkomandi fer að mestu fram, til dæmis þar sem kjörinn fulltrúi hefur embætti eða stjórnvald eða löglega skráð.Við getum breytt skráðri staðsetningu GPPPA í samræmi við þessar reglur og tilkynnt reikningshöfunum um breytinguna.
• Reikningar heyra undir reglur okkar um GPPPA þegar þeir uppfylla viðeigandi skilyrði.Ef GPPPA uppfyllir ekki lengur skilyrðin verður flokkunin sem GPPPA og tengdar reglur ekki hafðar til hliðsjónar fyrir reikninginn.
• Ef þú þarft á hjálp að halda við úrræðaleit á reikningnum þínum eða vilt áfrýja flokkun sem GPPPA geturðu haft samband við okkur í appinu eða í vafra.
Hvaða takmarkanir gilda um GPPPA?
Eftirfarandi eiginleikar verða ef til vill ekki í boði ef reikningurinn þinn flokkast sem GPPPA:
Hvatafyrirkomulag og tekjuöflunareiginleikar efnishöfunda
GPPPA-reikningar hafa ekki rétt á því að taka þátt í hvatafyrirkomulagi eða nota tekjuöflunareiginleika TikTok-efnishöfunda á verkvangnum.Þetta felur í sér, en takmarkast ekki við, rafræn viðskipti, TikTok One og verðlaunaþjónustu efnishöfunda.Þetta þýðir að GPPPA reikningar geta að mestu leyti ekki gefið eða tekið á móti peningum í gegnum tekjuöflunareiginleika TikTok.
Auglýsingar
Á TikTok getur fólk deilt pólitísku efni ef það fylgir viðmiðunarreglum okkar fyrir samfélagið.En við leyfum ekki greiddar stjórnmálaauglýsingar vegna þess að eðli greiddra stjórnmálaauglýsinga passar ekki við TikTok-upplifunina.Auk reglna okkar um greiddar stjórnmálaauglýsingar bönnum við auglýsingar af hálfu stjórnmálamanna og stjórnmálaaðila af öllu tagi.Þú getur fengið meiri upplýsingar um reglur okkar um greiddar stjórnmálaauglýsingar í hjálparmiðstöð fyrirtækja.
Aðilar á vegum stjórnvalda og milliríkjastofnanir geta auglýst á TikTok, svo framarlega sem að þeir vinni beint með sölufulltrúa á vegum TikTok, klári staðfestingarferli okkar og fylgi öllum verkvangsreglum, þar á meðal reglum okkar um auglýsingar ríkisstjórna.
Auk þess geta aðeins opinberir aðilar sem sjá um kosningar, til dæmis kjörstjórnir, auglýst um kosningar eða þjóðaratkvæðagreiðslur á TikTok.Tilvísanir í væntanlegar eða núverandi kosningar eða þjóðaratkvæðagreiðslur, þar á meðal áköll um atkvæði, skráningar kjósenda og hvatningar til þátttöku eru bannaðar, ef um alla aðra auglýsendur er að ræða.
Hafðu í huga að þessar reglur gilda um alla auglýsingaeiginleika okkar, þar á meðal greiddar auglýsingar, greiðslur til höfunda fyrir að búa til vörumerkt efni og notkun á öðrum kynningarverkfærum á verkvangnum.Allir auglýsendur þurfa að fylgja þjónustuskilmálum okkar, viðmiðunarreglum okkar fyrir samfélagið og öllum reglum sem er að finna í hjálparmiðstöð fyrirtækja og gilda um notkun á þjónustum okkar.
Fjáraflanir tengdar kosningaherferðum (kosningum)
Rétt eins og stjórnmálaauglýsingar samræmast ekki markmiðum okkar um að gera TikTok að stað sem sameinar fólk, þá gerir fjáröflun vegna kosningaherferðar það ekki heldur.Þátttaka GPPPA reikninga í fjáröflun vegna kosninga er ekki leyfð á vettvangnum.Það gildir um efni eins og vídeó frá stjórnmálamanni sem biður um framlög eða stjórnmálaflokk sem vísar fólki á styrktarsíðu á vefsvæði sínu.
Tónlist
GPPPA geta fengið aðgang að tónlist í tónlistarsafninu okkar eða hlaðið upp tónlist úr eigin tækjum.Í öllum tilvikum ættirðu aðeins að nota tónlist í færslu ef þú hefur fengið heimild frá aðilum sem eiga eða stjórna réttindum á tónlistinni.
Tónlist valin úr tónlistarsafninu okkar
Sum, en ekki öll, tónlist í tónlistarsafninu okkar, til dæmis auglýsingahljóð, er tiltæk til notkunar fyrir GPPPA.Ef þú velur að láta auglýsingahljóð fylgja með í TikTok-færslu þarftu fyrst að fá leyfi frá aðilum sem eiga eða stjórna réttindum á þeirri tónlist til að koma í veg fyrir að færslan verði þögguð eða fjarlægð.Notkun þín á auglýsingahljóðum heyrir undir skilmála tónlistarsafnsins.
Upphleðsla á eigin tónlist
Þú getur líka hlaðið upp tónlist úr eigin tæki og látið það fylgja með í TikTok-færslunni.Ef þú hleður upp tónlist úr eigin tæki heyrir notkun þín á tónlistinni undir þjónustuskilmála okkar og þú staðfestir að (i) þú eigir öll réttindi á tónlistinni; (ii) notkun þín á tónlistinni sé á annan hátt leyfð í lögum; eða (iii) þú hafir fengið leyfi frá aðilum sem eiga eða stjórna réttindum á tónlistinni.Þú ættir heldur ekki að nota tónlist sem önnur manneskja hleður upp nema þú hafir fengið leyfi frá öllum nauðsynlegum rétthöfum til að gera það.
Nánari upplýsingar um tónlistarsafnið má finna í hjálparmiðstöð fyrirtækja.
Reikningsstjórnun
Við notum sömu efnisstjórnunaraðferðir á GPPPA reikningum og við gerum fyrir aðra TikTok reikninga.Það þýðir að við munum fjarlægja allt brotlegt efni og fjarlægja reikninginn varanlega fyrir eitt alvarlegt efnisbrot, eins og að sýna raunverulegt ofbeldi eða pyntingar.En þar sem þessir reikningar gegna hlutverki í samfélaginu og ferlum samfélagsins notum við aðrar reikningstakmarkanir í samræmi við skuldbindingu okkar um að virða mannréttindi og tjáningarfrelsið.
Kynntu þér betur hvernig við framfylgjum takmörkunum á reikningum tengdum almannahagsmunum.
Hvernig á að fá auðkennisskjöld á reikninginn
TikTok útvegar sumum reikningum staðfesta skildi, sem þýðir að við höfum staðfest að reikningurinn tilheyrir einstaklingnum, fyrirtækinu eða vörumerkinu.Staðfestir skildir auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um reikningina sem það velur að fylgja.Þeir eru líka auðveld leið fyrir þekktar persónur til að láta notendur vita að þeir séu að horfa á ósvikið efni og hjálpar til við að byggja traust á milli mjög sýnilegra reikninga og fylgjenda þeirra.Fyrir einstaklinga, óhagnaðardrifin félög, stofnanir, fyrirtæki eða opinberar vörumerkjasíður eykur þessi skjöldur gagnsæi innan TikTok samfélagsins.
Ef þú ert með GPPPA geturðu klárað umsókn um staðfestingu á TikTok í TikTok-appinu eða gegnum vefeyðublaðið okkar til að við skoðum hvort hægt sé að veita þér staðfestan skjöld.Þetta er enn valfrjálst á flestum markaðssvæðum en við mælum eindregið með því að láta staðfesta GPPPA-reikninginn.Hafðu í huga að við krefjumst þess að GPPPA í Bandaríkjunum séu staðfestir.
Ef þú vilt auðkenna GPPPA reikninginn þinn skaltu hafa eftirfarandi í huga:
• Auðkennisskjöldur er ekki stuðningsyfirlýsing frá TikTok.
• Auðkennisskjöldur gefur ekki til kynna að reikningurinn þinn sé GPPPA.
• GPPPA reikningurinn er enn takmarkaður frá ofangreindum eiginleikum ef þú færð auðkennisskjöld.
• Við hugum að mörgum þáttum áður en við gefum auðkennisskjöld, t.d. hvort þekkti reikningurinn sé ósvikinn, frumlegur og virkur.Kynntu þér betur auðkennisskildi á TikTok.
• Við gætum sent þér tölvupóst ef þú sendir umsókn um staðfestan skjöld eða átt enn eftir að senda hana inn.Í sumum tilvikum gæti verið beðið um að þú staðfestir eða uppfærir reikningsupplýsingarnar þínar.
TikTok rukkar ekki fyrir staðfestingu.Allir aðilar sem segjast selja TikTok auðkenningar tengjast ekki fyrirtækinu.
Hvernig þú getur verndað reikninginn þinn á TikTok
TikTok er staðráðið að bjóða upp á öruggt umhverfi fyrir alla í samfélaginu okkar.Sem frekari öryggisráðstöfun förum við fram á að GPPPA in Bandaríkjunum virkji tveggja þrepa auðkenningu og við mælum með að GPPPA alls staðar nýti sér þetta aukna öryggi.