TikTok Studio

Fara í kafla


Hvað er TikTok Studio?Hafist handa með TikTok StudioReikningurinn þinn og persónuverndarstillingar í TikTok StudioTikTok Studio-eiginleikar


Hvað er TikTok Studio?


TikTok Studio er efnisgerðar- og stjórnunarverkfæri til að hjálpa efnishöfundum að efla reikninga sína, stjórna efni og fá innsýn í árangur, allt á einum stað.Þú getur líka fengið aðgang að TikTok Studio með takmörkuðum verkfærum fyrir efnishöfunda í TikTok-appinu og í vafra.

TikTok Studio er í boði fyrir fólk sem er 18 ára og eldra (eða 19 í Suður-Kóreu).


Hafist handa með TikTok Studio


Þú getur skráð þig inn á TikTok Studio með TikTok-reikningnum þínum.Þegar þú hefur skráð þig inn verða TikTok- og TikTok Studio-reikningarnir þínir tengdir þannig að þú getir verið áfram innskráð(ur) og skipt á mill appanna tveggja með því að nota upplýsingarnar sem þú gafst upp þegar þú bjóst til reikning.Ef þú ert ekki með TikTok reikning geturðu skráð þig beint í gegnum TikTok Studio.

Til að skrá þig eða innskrá í TikTok Studio:
1. Sæktu TikTok Studio á Google Play eða App Store.
2. Opnaðu appið.Héðan geturðu:
Stofnað TikTok-reikning sem þú getur notað fyrir bæði TikTok og TikTok Studio.Pikkaðu á Skráning neðst á innskráningarskjánum og fylgdu síðan leiðbeiningunum til að búa til TikTok-reikning.
༚ Innskráð þig með fyrirliggjandi TikTok-reikningi.
༚ Skráð þig inn gegnum verkvang þriðja aðila, til dæmis Google eða Facebook.Hafðu í huga að þú þarft samt TikTok-reikning ef þú velur þessa aðferð.


Reikningurinn þinn og persónuverndarstillingar í TikTok Studio


TikTok og TikTok Studio deila sumum reiknings- og persónuverndarstillingum þínum og sumum stillingum er stjórnað beint í TikTok Studio-appinu.

Reikningsupplýsingar og persónuverndarstillingar sem þú getur stjórnað í TikTok Studio:
Tungumál: Stilltu sjálfgefið tungumál fyrir TikTok Studio-appið.
Aðallykill: Stilltu aðallykil til að skrá þig inn í TikTok Studio.


Reikningsupplýsingum og persónuverndarstillingum sem er deilt á milli TikTok og TikTok Studio:
Notandaupplýsingar: Uppfærðu samskiptaupplýsingarnar fyrir reikninginn þinn.
Lykilorð: Uppfærðu lykilorðið fyrir reikninginn þinn.
Sækja gögn: Sendu beiðni um að sækja gögnin þín í TikTok Studio.
Óvirkja eða eyða reikningi: Óvirkjaðu TikTok-reikninginn þinn tímabundið eða eyddu honum alfarið.Hafðu í huga að þetta mun fjarlægja aðgang að bæði TikTok- og TikTok Studio-reikningunum þínum.
Persónuverndarstillingar: Skiptu á milli opið og lokað fyrir reikninginn þinn og stjórnaðu viðbrögðum eins og athugasemdum, dúettum og samskeytingum.
Útilokaðir reikningar: Stjórnaðu reikningum sem þú hefur útilokað á TikTok.Hafðu í huga að ef þú útilokar reikning á TikTok verður hann einnig útilokaður í TikTok Studio.
Öryggi og heimildir: Skoðaðu öryggisviðvaranir og stjórnaðu öryggisstillingum, þar á meðal tveggja þrepa staðfestingu og traustum tækjum á reikningnum þínum og líka heimildum fyrir önnur öpp og þjónustur sem eru tengd TikTok Studio-reikningnum þínum.
Virknimiðstöð: Stjórnaðu sýnileika færslna og tengdra vídeóa.


TikTok Studio-eiginleikar


Eftirfarandi eiginleikar eru í boði í TikTok Studio:

Heim: Fáðu innblástur í efnisgerðina:
Vinsælt: Uppgötvaðu efni síað eftir svæðum og efni.
Innblástur: Skoðaðu efni til að fá innblástur og innsýn í árangur.

Bæði streymin eru hönnuð til að sýna þér margvíslegt efni sem hvetur þig í eigin efnisgerð.Streymið Innblástur er sérsniðið til að sýna þér efni byggt á áhugasviði og virkni þinni en streymið Vinsælt býður upp á upplifun sem ekki er sérsniðin og sýnir meira úrval efnis byggt á svæðinu og efni sem þú velur.

Greining Vaktaðu árangur reikningsins og efnisins þíns:
Yfirlit: Yfirlit um greiningu tengda reikningnum og færslum hjá þér.
Efni: Mæligildi fyrir allar færslurnar þínar, vinsælt efni og fleira.
Áhorfendur: Lykilmæligildi, lýðfræði og virknitími áhorfenda.
Fylgjendur: Lýðfræðisýn og önnur innsýn í fylgjendurna þína.

Háð staðsetningu þinni geturðu fengið uppsafnaða innsýn í árangur færslna, til dæmis virkni notenda, gegnum greiningarverkfæri okkar í streyminu Innblástur:
Yfirlit: Skoðaðu yfirlit um árangur færslu, til dæmis áhorf og virknihlutfall.
Vinsældalistar: Vaktaðu árangur eftir tíma, þar á meðal fjölda áhorfa og læka.
Helstu orð sem eru notuð í athugasemdum: Greindu orð sem eru oft notuð í athugasemdum við færslu.
Efnishöfundur: Fáðu innsýn í árangur efnishöfunda sem mælt er með.

Búa til
Notaðu fullkomin vinnsluverkfæri fyrir efnisgerð:
Sjálfvirkir skjátextar: Bættu við og breyttu skjátextum fyrir færslurnar þínar.
Myndvinnsla: Breyttu myndunum þínum með límmiðum, síum, sniðstillingum og fleiru.
AutoCut: Bættu við sniðmátum með brellum, tónlist, skiptingum og fleiru.
Myndavél: Opnaðu myndavélina í tækinu til að taka, breyta og hlaða upp efni.
Hlaða upp: Hladdu upp myndum eða vídeóum úr tækinu þínu.

Nokkur atriði um efnisgerð í TikTok Studio:
• Ef þú hleður upp eða eyðir færslu í TikTok Studio verður henni einnig hlaðið upp eða eytt í TikTok.
• Ef þú ert að búa til eða breyta efni í fyrsta sinn í TikTok Studio þarftu að veita appinu aðgang að myndavélinni, hljóðnemanum, myndum og vídeóum í tækinu þínu.
• Breytingar á færslustillingum gilda bæði i TikTok og TikTok Studio.

Tekjuöflun
Þú getur skoðað verðlaunin þín og tekjuöflunargreiningu í öllum virkum þjónustum þínum í TikTok:
Áætluð verðlaun: Skoðaðu áætluð verðlaun þín undanfarna sjö daga.
Inneign: Skoðaðu heildarinneignina þína.
Verðlaunagreining: Vaktaðu hvernig þér gengur að fá verðlaun sem stendur.
Þjónustur fyrir þig: Kannaðu aðrar tekjuöflunarþjónustur á TikTok sem þú getur nýtt þér.
Virkar þjónustur: Skoðaðu tekjuöflunarþjónusturnar sem þú tengist nú þegar.
Vinsælt í Tekjuöflun: Uppgötvaðu efnishöfunda, vinsælar færslur og önnur tekjuöflunargögn til að fá innblástur.

Stjórna
Leitaðu að, síaðu og raðaðu færslum og athugasemdum:
Færslur: Skoðaðu mæligildi um árangur, til dæmis læk, deilingar og áhorf, lagfærðu persónuverndarstillingar og eyddu færslum.
Athugasemdir: Eyddu, lækaðu, dissaðu og svaraðu athugasemdum.

Innhólf

Skoðaðu og stjórnaðu tilkynningum fyrir TikTok-reikninginn þinn.Ef þú lest tilkynningar og stjórnar tilkynningastillingum sést það í báðum öppunum.
• Efnishöfundatilkynningar: Skoðaðu tilkynningar tengdar tekjuöflun, viðburðum og árangri færslna.
• Reikningstilkynningar: Skoðaðu tilkynningar tengdar reikningsupplýsingunum þínum og tilkynningum sem þú hefur sent.
• Tilkynningastillingar: Stjórnaðu tilkynningum fyrir efnishöfunda og reikning hjá þér.


Athugaðu: Bein skilaboð eru ekki í boði í TikTok Studio.Þú getur skoðað spjallið þitt í TikTok-appinu þínu.

Var þetta gagnlegt?