Persónulegir reikningar og fyrirtækjareikningar á TikTok

Farðu í kafla 


Tegundir TikTok reikninga  •  Hvernig á að skipta yfir í fyrirtækjareikning  •  Almennir eiginleikar
  






Tegundir TikTok reikninga


Á TikTok geturðu valið á milli þess að vera með persónulegan reikning eða fyrirtækjareikning. Við erum að búa til fleiri eiginleika fyrir persónulegu reikningana til að hjálpa samfélagi efnishöfunda að finna fleiri leiðir til að tjá sig og tengjast áhorfendum sínum. Við erum einnig að búa til fleiri viðskiptaeiginleika til að hjálpa fyrirtækjum samfélagins að gera TikTok að hluta af markaðssetningu þeirra.

Fyrirtækjareikningar
Fyrirtækjareikningar eru opinberir prófílar sem leyfa vörumerkjum og fyrirtækjum að nota verkfæri markaðssetningar til að setja saman samræmda markaðsherferð á TikTok. Þeir eru góður valkostur fyrir:
•  Fyrirtæki sem vilja ná til viðskiptavina á skemmtilegan hátt. Sem dæmi geta fyrirtæki búið til líflegt efni sem fólk á TikTok getur tekið þátt í.
•  Fyrirtæki í leit að betri auglýsingamiðuðum verkfærum. Með fyrirtækjareikningi hefurðu aðgang að ítarlegum viðskiptaverkfærum (til dæmis: Sköpunarmiðstöð fyrirtækja). Þetta hjálpar þér að búa til yfirgripsmikla markaðsherferð.
Allir sem hafa það að meginmarkmiði að auglýsa viðskipti sín (annaðhvort vöru eða þjónustu) á TikTok ættu að nota fyrirtækjareikning. Kynntu þér betur fyrirtækjareikninga á vefsvæðinu okkar TikTok fyrir fyrirtæki.

Nokkrir hlutir sem þú hefur aðgang að með fyrirtækjareikningi:
•  Veffyrirtækjasvíta
   ༚  Í tölvunni þinni geturðu nálgast veffyrirtækjasvítu, sem er miðlægur staður frekari eiginleika ætlaðir fyrirtækjareikningnum þínum. Eiginleikarnir innihalda Gagnagreiningar, Vinnusvæði og Virkni og stuðning .
   ༚  Gagnagreiningar er staður til að finna gögn um reikninginn þinn. Þú getur einnig sótt gagnagreiningarnar þínar.
   ༚  Vinnusvæði inniheldur upplýsingar um Kynna. Kynna er auglýsingaverkfæri sem þú getur notað í TikTok appinu til að hjálpa þér að fá fleiri til að uppgötva myndböndin þín, beina fleirum inn á vefsvæðið þitt og auka líkurnar á því að fá nýja fylgjendur. Kynntu þér betur Kynna á TikTok.
   ༚  Virkni og stuðningur inniheldur skapandi hugmyndir og upplýsingar um hvernig á að auka umsvif fyrirtækjareikningsins.
•  Netfang á TikTok prófílnum þínum
•  Sérstakur aðgangur að fyrirframleyfðum hljóðum í gegnum
Tónlistarsafnið okkar
   ༚  Tónlistarsafnið, eða CML, er safn af yfir milljón lögum og hljóðum sem búið er að fá leyfi fyrir til að nota í auglýsingaskyni. Í safninu er að finna lög frá nýjum og reynslumeiri listamönnum, sem gefa fyrirtækjum og vörumerkjum færi á að nýta sér skapandi og réttmætar leiðir í TikTok samfélaginu. Með verkfærum og úrræðum okkar gerir Tónlistarsafnið vörumerkjum kleift að búa til sitt eigið TikTok æði án þess að þurfa að fara í gegnum tímafrekar leiðir við að afla sér leyfa.
༚ Fyrirtækjareikningar hafa ekki aðgang að Almenna tónlistarsafninu okkar vegna þess að ekki er búið að fá leyfi fyrir því að nota lögin í auglýsingaskyni og takmarkast notkunin við persónulega afþreyingu.
•  Sköpunarmiðstöð fyrirtækja í appinu
   ༚  Í Sköpunarmiðstöðinni geturðu notað Leiðbeiningar um viðskiptaefni til að sjá ábendingar um markaðssetningu efnis, myndbandstökur og góðar venjur eins og bestu tímasetningar á birtingu og ritstýringu efnis.
   ༚  Þú getur einnig notað Myndbandssýningu sem sýnir vinsælt efni í þínu landi á síðustu 30 dögum.

Athugaðu: Við mælum ekki með því að skipta stöðugt á milli fyrirtækjareiknings og persónulegs reiknings. Ef þú vilt kynna fyrirtækið þitt á TikTok en einnig birta líflegt persónulegt efni mælum við með því að gera þetta á tveimur aðskildum reikningum. 

Persónulegir reikningar
Flestir á TikTok nota persónulega reikninga. Þessi tegund reiknings hentar vel almennum TikTok notendum, efnishöfundum og flestum opinberum persónum.

Persónulegir reikningar gefa þér sveigjanleikann til að upplifa TikTok á mismunandi hátt. Þeir henta vel til að:
•  Horfa á og eiga samskipti við efni annarra. Þú getur til dæmis skoðað myndbönd í Fyrir þig streyminu, notað leitarverkfærið til að finna nýtt efni til að horfa á, fylgt öðrum og merkt myllumerki sem eftirlæti til að horfa á efni sem þú hefur áhuga á.
•  Búa til þitt eigið efni sem aðrir geta notið. Með persónulegum reikningi hefurðu einnig aðgang að háþróuðum verkfærum efnishöfunda. Þessi verkfæri hjálpa þér að læra meira um efnið sem þú býrð til og hvað áhorfendur þínir hafa gaman af. Þetta getur hjálpað þér að byggja upp samfélag sem efnishöfundur.

Nokkrir hlutir sem þú hefur aðgang að með persónulegum reikningi:
•  Meiri tónlist og hljóð
   ༚  Með persónulegum reikningi hefurðu aðgang að bæði Hljóðum og Auglýsingahljóðum. Fyrirtækjareikningar hafa aðeins aðgang að Auglýsingahljóðum, sem er safn af ókeypis hljóðum svo þú getir notað efnið þitt í auglýsingaskyni.
•  Meiri tónlist og hljóð
   ༚  Með persónulegum reikningi hefurðu aðgang að bæði
Hljóðum og Auglýsingahljóðum. Fyrirtækjareikningar hafa aðeins aðgang að Auglýsingahljóðum, sem er safn af ókeypis hljóðum svo þú getir notað efnið þitt í auglýsingaskyni.
•  Breytt reikningnum í lokaðan reikning
Þú getur breytt reikningnum í lokaðan reikning svo að eingöngu notendur sem þú samþykkir geti fylgt þér og horft á myndböndin þín.
•  Uppfyllt skilyrði fyrir tekjuöflunareiginleika eins og myndbandsgjafir, áskrift eða seríur.
•  Sumir eiginleikar innan tekjuöflunareiginleika eru:
   ༚  
Markaðstorg efnishöfunda á TikTok
     •  Markaðstorg efnishöfunda á TikTok er opinber samstarfsvettvangur til að tengja saman vörumerki og efnishöfunda á TikTok. Með Markaðstorgi efnishöfunda geta efnishöfundar átt í samstarfi við vörumerki í kostuðum markaðsherferðum.
     •  Kynntu þér betur Markaðstorg efnishöfunda í Efnishöfundagáttinni og á vefsvæði Markaðstorgs efnishöfunda.
   
༚  Verðlaunaáætlun efnishöfundar
     •  Verðlaunaáætlun efnishöfundar er tekjuöflunarverkefni sem býður upp á betri peningahvata fyrir efnishöfunda til að afla tekna af myndböndum.



Skipta yfir í fyrirtækjareikning


Til að skipta yfir í fyrirtækjareikning skaltu:
1. Pikka á Prófíll neðst í TikTok appinu.
2. Pikka á Valmynd ☰ hnappinn efst og síðan á Stillingar og persónuvernd.
3. Pikka á Reikningur.
4. Pikka á Skipta yfir í fyrirtækjareikning og fylgja síðan leiðbeiningunum til að skipta um reikningsgerð.






Almennir eiginleikar


Báðar tegundir reikninga eru með eiginleika sem hjálpa þér að búa til og kynna myndböndin þín, til dæmis:
•  Fara Í BEINA á TikTok
   ༚  Fara Í BEINA er leið fyrir fólk á TikTok að tengjast áhorfendum sínum í rauntíma.
   ༚  Athugaðu: Þú verður að uppfylla aldurskröfur og hafa náð ákveðnum áhorfendafjölda til að fara Í BEINA.
•  Almennar gagnagreiningar
   ༚  Gagnagreiningar gefa innsýn í frammistöðu myndbandanna þinna. Þú getur séð yfirlit yfir myndböndin (eins og myndbandsáhorf, prófíláhorf og fylgjendatölur), frammistöðu einstakra myndbanda og kynnt þér betur hvaða efni grípur áhorfendahópinn þinn (eins og fylgjendatölur yfir tíma og samtals líkað við, athugasemdir og deilingar).
   ༚  Athugaðu: Þú verður að hafa birt að minnsta kosti eitt opinbert myndband til að fá aðgang að gagnagreiningum.
   ༚  Kynntu þér betur gagnagreiningarnar þínar í Efnishöfundagáttinni eða í TikTok fræðsluseríunniþinni.
•  Kynna
   ༚  Kynna er auglýsingaverkfæri sem þú getur notað í TikTok appinu sem getur hjálpað þér að gera hluti eins og fá fleiri til að uppgötva myndböndin þín, beina fleirum á vefsvæðið þitt og aukið líkurnar á því að fá nýja fylgjendur.
Kynntu þér betur Kynna og hvernig á að stjórna kynningarmyndböndum.
•  Efnishöfundagátt
   ༚  Efnishöfundagátt er staður fyrir efnishöfunda til að fræðast meira um hluti eins og fyrstu skrefin á TikTok, hvernig á að ná til áhorfenda og góðar venjur fyrir myndböndin.
•  Hlekkur á vefsvæði á prófílnum
   ༚  Persónulegir reikningar, sem uppfylla ákveðnar kröfur, og fyrirtækjareikningar geta birt hlekk vefsvæðis á prófíl reikningsins.

Kynntu þér betur önnur verkfæri efnishöfundar og hvernig á að setja þau upp.


Var þetta gagnlegt?