Uppgötva og leita

Hvað er Uppgötva?


Uppgötva er síða á TikTok sem gerir þér kleift að leita að og uppgötva fjölbreytt úrval af efni í TikTok samfélaginu. Í þessu streymi finnurðu vinsæl myndbönd, myllumerki, efnishöfunda og kostað efni. Athugaðu: Sumir notendur sjá Vinaflipann í staðinn fyrir Uppgötva.



Hvernig á að finna Uppgötva síðuna


Til að opna síðuna Uppgötva skaltu:
1.  Pikka á Uppgötva neðst á skjánum.
2. Nota leitarstikuna efst uppi til að finna tiltekið efni eða skoða vinsæl myndbönd, myllumerki, efnishöfunda og kostað efni fyrir neðan.



Hvernig á að leita á TikTok


Til að leita að notendum, myndböndum, hljóðum, Í BEINNI og myllumerkjum skaltu:
1. Pikka á leitartáknið efst til hægri á skjánum.
2. Slá inn það sem þú leitar að í leitarstikuna og pikka á Leita. Vertu eins nákvæm(ur) og mögulegt er. Þú getur til dæmis slegið inn heiti efnisins eða notandanafn efnishöfundar.
3. Niðurstöðurnar sem eiga best við koma fram í flipanum Efst.
4. Skoða hina leitarflipana — Notendur, Myndbönd, Hljóð, Í BEINNI og Myllumerki — í leit að tengdu efni. Athugaðu: Myllumerkjasíðan sýnir myndböndin sem komu æðinu í gang og þar á eftir önnur vinsæl myndbönd sem tengjast þessu myllumerki sem er að slá í gegn.


Var þetta gagnlegt?