Þú getur samstillt tengiliði úr símanum þínum við TikTok reikninginn til að hjálpa þér að finna og fylgja fólki sem þú hugsanlega þekkir á TikTok. 
Til að finna vini úr tengiliðum skaltu: 
1. Pikka á Prófíll neðst í TikTok appinu. 
2. Pikka á Bæta við vinum. 
3. Við hliðina á Tengiliðir, pikka á Finna. 
4. Leyfa TikTok að fá aðgang að tengiliðunum. Farið verður með þig yfir í tækjastillingarnar. 
5. Finna vini og fylgja þeim. 
Til að slökkva á samstillingu tengiliða: 
1. Pikka á Prófíll neðst í TikTok appinu. 
2. Pikka á hnappinn Valmynd efst. 
3. Pikka á Stillingar og persónuvernd. 
4. Pikka á Persónuvernd og pikka síðan á Samstilla tengiliði og Facebook vini. 
5. Slökkva á stillingunni Samstilla tengiliði. 
Hafðu í huga að ef þú fjarlægir aðgang TikTok að símatengiliðum þínum í tækjastillingum munum við ekki lengur geta samstillt tengiliði en munum samt sem áður halda áfram að stinga upp á reikningum út frá áður samstilltum tengiliðum. Ef þú vilt fjarlægja alla símatengiliði þína sem voru samstilltir við TikTok og hætta að samstilla tengiliði í öllum tækjum geturðu fjarlægt áður samstillta tengiliði í stillingunni Samstilla tengiliði og Facebook vini.