Farðu í kafla
Úrræði fyrir unglinga og fjölskyldur • Aldurskröfur á TikTok • Reikningar í eigu foreldris/forráðamanns • Stjórnaðu reikningi unglingsins þíns
Úrræði fyrir unglinga og fjölskyldur
Þegar unglingar byrja að hasla sér völl á netinu hvetjum við fjölskyldur til að eiga áframhaldandi samtöl um upplifunina. Við viljum búa til umhverfi fyrir unglinga á TikTok sem er öruggt og þar sem þeim finnst þeir vera velkomnir og við erum með gögn fyrir þig sem auðvelda þér og unglingnum þínum að stjórna viðveru viðkomandi á netinu betur.
Fyrir frekari upplýsingar um stafrænt öryggi, þar á meðal öryggis- og persónuverndarverkfæri okkar, skoðaðu leiðbeiningar fyrir forráðaaðila í öryggismiðstöðinni okkar.
Aldurskröfur á TikTok
TikTok er í boði fyrir fólk sem er að minnsta kosti 13 ára (eða á öðrum aldri eins og tilgreint er í persónuverndarstefnu okkar og þjónustuskilmálum). Ef þú ert í Bandaríkjunum og átt barn sem er yngra en 13 ára getur þú fræðst meira um hvernig það getur búið til reikning til að hljóta TikTok-upplifun sem er sérstaklega hönnuð fyrir það.
Ef þú ert foreldri eða forráðamaður og þú vilt að TikTok eyði reikningi barns þíns undir 13 ára aldri geturðu haft samband við okkur í gegnum tilkynningareyðublaðið okkar á netinu. Ef þú hins vegar ert í Bandaríkjunum verður þú að hafa samband við okkur í gegnum þetta persónuverndarvefeyðublað.
Reikningar í eigu foreldris/forráðamanns
Við áttum okkur á því að sem foreldri eða forráðamaður kýst þú ef til vill að búa til reikning þar sem barnið þitt sem er yngra en 13 ára kemur fram. Til að komast hjá því að reikningnum verði eytt þarf að koma skýrt fram að hann er í umsjá fullorðins aðila, þar á meðal með þátttöku fullorðins aðila í framleiðslu efnisins. Ef svo er ekki munum við setja reikninginn í tímabundið bann og ef þér finnst við hafa gert mistök getur þú sent inn áfrýjun.
Stjórnaðu reikningi unglingsins þíns
Sem foreldri eða forráðamanneskja geturðu notað Fjölskyldupörun á TikTok til að stjórna öryggisstillingum fyrir unglinginn þinn byggt á þörfum viðkomandi.
Öllum á TikTok, þar á meðal unglingnum þínum, stendur til boða að afbirta reikninginn sinn með því að óvirkja eða eyða reikningnum varanlega.
Upplýsingar fyrir foreldra og forráðamanneskjur í Bandaríkjunum
Háð staðsetningu unglingsins þíns í Bandaríkjunum geturðu haft samband við okkur ef þú hefur tilteknar beiðnir varðandi reikning viðkomandi, til dæmis ef þú vilt eyða reikningi unglingsins eða tilkynna mögulegt persónuverndarbrot.
Reikningi eytt eða hann afbirtur
• Þú þarft að velja Connecticut, Flórída eða Texas sem ríki til að halda áfram með beiðnarferlið.
• Til að staðfesta auðkenni þitt munum við biðja um sjálfsmynd þar sem þú heldur á opinberum myndskilríkjum þínum. Þú getur hulið hvaða hluta af skilríkjunum þínum sem þú hefur lagalegan rétt eða skyldu til að gera. Um leið og beiðnin þín er samþykkt munum við byrja að eyða upplýsingunum sem þú sendir, þar á meðal sjálfsmyndum eða myndum af skilríkjunum þínum.
• Ef unglingurinn þinn er í Connecticut munum við senda viðkomandi tilkynningu áður en reikningi unglingsins er eytt eða hann afbirtur.
• Ef unglingurinn þinn er í Flórída eða Texas munum við senda viðkomandi tilkynningu áður en reikningnum er eytt, tilteknar upplýsingar eru leiðréttar eða niðurhal á reikningsupplýsingum er veitt.
Upplýsingar um reikning
• Þú þarft að velja Flórída eða Texas sem ríki til að halda beiðnarferlinu áfram um að sækja reikningsupplýsingar eða leiðrétta tilteknar upplýsingar varðandi reikninginn.
• Til að staðfesta auðkenni þitt munum við biðja um sjálfsmynd þar sem þú heldur á opinberum myndskilríkjum þínum. Þú getur hulið hvaða hluta af skilríkjunum þínum sem þú hefur lagalegan rétt eða skyldu til að gera. Um leið og beiðnin þín er samþykkt munum við byrja að eyða upplýsingunum sem þú sendir, þar á meðal sjálfsmyndum eða myndum af skilríkjunum þínum.