Bein skilaboð

Farðu í kafla


Um bein skilaboð á TikTok  •  Hverjir geta sent bein skilaboð á TikTok  •  Hvernig þú finnur beinu skilaboðin þín  •  Hvernig hægt er að senda bein skilaboð  •  Hvernig hægt er að senda skilaboðabeiðni  •  Hvernig á að nota límmiða í beinum skilaboðum  •  Hópspjall á TikTok 






Um bein skilaboð á TikTok


Bein skilaboð auðvelda þér að tengjast vinum þínum og TikTok-samfélaginu. Sending skilaboða þýðir að þú getur sent eða fengið skilaboð og TikTok-myndbönd beint á TikTok.

Með beinum skilaboðum á TikTok geturðu:
•  Deilt TikTok-myndböndum með öðrum.
•  Sent og fengið skilaboð með öðrum sameiginlegum vinum sem þú fylgir, tillögðum vinum og tengiliðum og fólki sem þú gætir þekkt.
•  Breytt persónuverndarstillingum til að velja hverjir geta sent þér bein skilaboð.
•  Breytt tilkynningastillingum.
•  Tilkynnt reikninga og efni sem brýtur gegn viðmiðunarreglum okkar fyrir samfélagið.
•  Skoðað hverjir hafa lesið bein skilaboð frá þér.
•  Fundið hverjir eru virkir eða voru nýlega virkir.






Hverjir geta sent bein skilaboð á TikTok


Bein skilaboð á TikTok eru í boði fyrir:
•  Skráða reikningshafa sem eru 16 ára eða eldri. Foreldrar og forráðamanneskjur geta sett takmarkanir á eiginleikann gegnum Fjölskyldupörun.
•  Alla sem hafa heimild til að senda bein skilaboð til annarra. Þú getur stýrt hverjir geta sent þér bein skilaboð í persónuverndastillingum. Hafðu í huga að ef þú uppfærir stillinguna fyrir bein skilaboð í
Engir geturðu ekki fengið bein skilaboð. Þú getur áfram nálgast skilaboðasöguna þína í pósthólfinu en þú getur ekki fengið ný bein skilaboð í því spjalli.






Hvernig þú finnur beinu skilaboðin þín


Til að skoða beinu skilaboðin þín á TikTok skaltu:
1. Pikka á
Pósthólf neðst í TikTok-appinu.
2. Pikka á nafn á listanum til að fara í spjallið.






Hvernig hægt er að senda bein skilaboð


Þú getur deilt efni eins og TikTok myndböndum, brellum, myllumerkjum eða hljóðum í gegnum bein skilaboð.

Til að senda efni í gegnum bein skilaboð skaltu:
1. Í TikTok-appinu fara í myndbandið eða annað deilanlegt efni, til dæmis brellu, myllumerki eða hljóð sem þú vilt deila.
   ༚  Til að leita skaltu pikka á hnappinn
Leitefst og slá inn það sem þú leitar að i leitarstikuna.
   ༚  Þú getur líka pikkað á brellu, myllumerki eða hljóð beint í myndbandi til að deila.
2. Pikka á hnappinn
Deila. Fyrir myndbönd geturðu einnig ýtt og haldið inni á myndbandinu sem þig langar að deila.
3. Pikka á prófílmynd þess einstaklings sem þú vilt deila með. Þú getur valið marga í einu til að deila með.
4. Slá inn valfrjáls skilaboð og pikka síðan á
Senda.

Hafðu í huga að ekki er hægt að deila lokuðum myndböndum. Ef efnishöfundur myndbandsins breytti stöðu þess úr opinberu í lokað eftir að þú deildir því í skilaboðum mun myndbandið verða óaðgengilegt og þú munt ekki geta horft á það.

Til að senda bein skilaboð úr pósthólfinu þínu skaltu:
1. Pikka á
Pósthólf neðst í TikTok-appinu.
2. Hér skaltu:
   ༚  Ef þú ert með nýleg skilaboð pikka á nafn á listanum
Skilaboð til að fara í spjallið.
   ༚  Ef þú fylgir einstaklingi og viðkomandi fylgir þér til baka skaltu pikka á hnappinn
Spjall efst og leita síðan eða pikka á nafn viðkomandi til að fara í spjallið.
3. Slá inn skilaboð. Þú getur einnig pikkað á hnappinn
Emoji til að senda GIF, emoji og límmiða.
4. Pikka á hnappinn
Senda.
5. Til að svara skilaboðum geturðu einnig notað svartillögurnar sem birtast fyrir ofan skilaboðastikuna eða undir deildu myndbandi eftir að þú hefur horft á það. Svartillögur fyrir deild myndbönd byggja á efni myndbandsins. Þessi eiginleiki er ekki í boði fyrir alla eins og er. Einnig geturðu, ef þú fylgir einstaklingi og viðkomandi fylgir þér til baka, farið á prófíl einstaklingsins og pikkað svo á
Senda skilaboð til að senda bein skilaboð.

Hafðu í huga að þú getur ekki sent bein skilaboð til einstaklings sem fylgir þér ef viðkomandi hefur sett persónuverndarstillingu sína fyrir bein skilaboð á
Engir.






Hvernig hægt er að senda skilaboðabeiðni


Áður en þú getur sent bein skilaboð til einstaklings sem fylgir þér ekki þarf viðkomandi að samþykkja skilaboðabeiðni frá þér.

Til að senda skilaboðabeiðni skaltu:
1. Pikka á
Pósthólf neðst í TikTok-appinu.
2. Pikka á hnappinn
Spjall efst og leita síðan eða pikka á nafn til að fara í spjallið. Nafn einstaklingsins birtist bara ef þú fylgir viðkomandi, óháð því hvort einstaklingurinn fylgir þér til baka. Þú getur líka farið beint á prófíl einstaklings og pikkað síðan á Senda skilaboð.
3. Slá inn skilaboð. Þú getur líka pikkað á hnappinn
Emoji til að senda emoji.
4. Pikka á hnappinn
Senda.

Þegar beiðnin er samþykkt geturðu sent fleiri skilaboð.

Nokkur atriði um skilaboðabeiðnir:
•  Þú þarft að vera 18 ára eða eldri til að fá skilaboðabeiðnir.
•  Þú getur bara sent eina skilaboðabeiðni eða, ef viðkomandi hefur valið
Allir í persónuverndarstillingum fyrir bein skilaboð, geturðu sent allt að þrjár beiðnir.
•  Þú getur bara sent bein skilaboð til einstaklinga sem samþykkja skilaboðabeiðnir frá þér. Ef einstaklingur eyðir beiðninni eða svarar ekki muntu ekki geta sent viðkomandi skilaboð.
•  Þú getur ekki sent skilaboðabeiðnir til einstaklings ef þér hefur verið bannað að senda bein skilaboð, ef viðtakandinn hefur lokað á þig eða ef einstaklingurinn hefur valið persónuverndarstillinguna
Engir fyrir bein skilaboð.






Hvernig á að nota límmiða í beinum skilaboðum


Til að senda límmiða í beinum skilaboðum skaltu:
1. Fara í spjall í pósthólfinu í TikTok-appinu.
2. Pikka á hnappinn
Emoji í skilaboðastikunni.
3. Pikka á hnappinn
Límmiðaverslun.
4. Velja límmiða sem þig langar að nota á flipunum
Myndbandslímmiðar eða Límmiðasöfn.

Fyrir myndbandslímmiða
   ༚  Pikkaðu á myndbandslímmiða til að senda hann í beinum skilaboðum.
   ༚  Pikkaðu á síurnar efst til að raða eftir vinsælustu, nýjustu eða vinsælum límmiðum.
   ༚  Til að bæta límmiða við flipann eftirlæti í skilaboðum
skaltu pikka á hnappinn eftirlæti í skilaboðum á límmiðanum. Pikkaðu á hann aftur til að fjarlægja límmiðann úr eftirlæti.
   ༚  Til að skoða upplýsingar um límmiðann skaltu ýta á límmiðann og halda inni. Hér geturðu valið að skoða alla límmiða eftir efnishöfund á prófíl viðkomandi, skoðað upprunalega myndbandið eða tilkynnt límmiðann.

Fyrir límmiðasöfn
   ༚  Til að vista límmiðasafn skaltu pikka á
Bæta við. Límmiðasafninu verður bætt við límmiðasvæðið til notkunar í beinum skilaboðum.
   ༚  Þegar þú hefur bætt límmiðasafni við skaltu pikka á
Nota. Þér verður vísað á límmiðasvæðið þar sem þú getur sent límmiða í beinum skilaboðum.
   ༚  Til að skoða öll límmiðasöfnin sem þú hefur vistað skaltu pikka á
Bætt við efst. Hér geturðu dregið og sleppt límmiðasafninu til að breyta röðinni eða pikkað á hnappinn Eyða við hliðina á límmiðsafninu til að fjarlægja það.

Til að búa til myndbandslímmiða í beinum skilaboðum skaltu:
1. Fara í bein skilaboð í pósthólfinu í TikTok-appinu.
2. Pikka á hnappinn
Emoji.
3. Á flipanum skilaboðaeftirlæti
skaltu pikka á hnappinn Búa til límmiða.
4. Velja myndband á flipunum
Líkað, Birt eða Eftirlæti.
5. Breyta límmiðanum eins og þörf er á. Þú getur valið að bæta við texta eða sníða myndbandið. Pikkaðu á
Áfram þegar þessu er lokið.
6. Hér:
   ༚  Til að velja hverjir geta uppgötvað og notað myndbandslímmiðann þinn á TikTok skaltu kveikja eða slökkva á stillingunni
Gera opinberan. Sjálfgefið er kveikt á þessari stillingu.
   ༚  Ef þú velur að hafa límmiðan opinberan geturðu bætt við allt að 10 leitarorðum til að auðvelda öðrum að finna hann. Aðeins er leyft að nota texta og emoji.
7. Pikka á
Búa til límmiða. Límmiðanum er bætt við á flipanum skilaboðaeftirlæti í beinum skilaboðum og er þá tilbúinn til notkunar. Til að fjarlægja límmiðann úr skilaboðaeftirlæti skaltu ýta á límmiðann og halda inni og pikka síðan á Fjarlægja.

Límmiðar sem þú býrð til eru líka tiltækir á prófílnum þínum og þar geturðu sent þá í beinum skilaboðum, skoðað upprunalega myndbandið, bætt límmiðanum við límmiðasafnið eða eytt honum. Nánar um límmiða á TikTok.






Hópspjall á TikTok


Í hópspjalli geturðu spjallað við fleiri en einn í einu. Búðu til eigin spjallhóp eða taktu þátt í fyrirliggjandi hópum.

Athugaðu: Hópspjall er ekki í boði alls staðar eins og er.

Svona býrðu til hópspjall

Úr pósthólfinu þínu:
1. Pikka á Pósthólf neðst í TikTok-appinu.
2. Pikka á hnappinn Spjall efst. Þú getur líka pikkað á nafn á listanum Skilaboð til að fara í spjallið og pikkað á hnappinn Fleiri valmöguleikar … efst.
3. Veldu hvaða vinum þú vilt bæta í hópinn. Hafðu í huga að þú getur bara boðið sameiginlegum fylgjendum í hópspjall.
4. Pikka á Hefja hópspjall.


Úr færslu:
1. Fara á vídeóið sem þú vilt deila í TikTok-appinu.
2. Ýta á hnappinn Deila eða ýta og halda inni á vídeóinu til að sjá deilingarmöguleika.
3. Velja Búa til hópspjall með vinum og velja hvaða vinum þú vilt deila því með. Þú getur valið allt að 31.
4. Slá inn valfrjáls skilaboð og pikka síðan á Senda.

Svona tengistu spjallhóp

Til að tengjast fyrirliggjandi spjallhóp í gegnum boð um þátttöku:
1. Pikka á Pósthólf neðst í TikTok-appinu.
2. Pikka á boðið.
3. Pikka á Tengjast hópi.

Hafðu í huga að bara vinir þínir geta sent þér boð um að tengjast hópspjalli nema persónuverndarstillingarnar þínar fyrir bein skilaboð séu stillt á Enginn.


Var þetta gagnlegt?