Fara í kafla
Hvað er AI Alive á TikTok? • Hvernig hægt er að búa til AI Alive-vídeó
Hvað er AI Alive á TikTok?
AI Alive gerir þér kleift að breyta myndunum þínum í vídeó með því að nota textaskipanir. Þú getur hlaðið AI Alive-vídeóum upp í Sögu til að deila með öðrum.
Áður en hafist er handa með AI Alive skaltu hafa í huga að:
• Myndir sem þú hleður upp samræmist viðmiðunarreglum okkar fyrir samfélagið.
• Þú ættir ekki að hlaða upp myndum af öðrum án samþykkis.
• Þú berð alfarið ábyrgð á brotum á réttindum þriðju aðila í tengslum við myndir sem þú hleður upp, til dæmis ef þú hleður upp höfundarréttarvarinni mynd. Nánar í þjónustuskilmálum okkar.
• Myndunum þínum verður hlaðið upp á þjón okkar á meðan við búum til AI Alive fyrir þig og þeim verður eytt eftir sjö daga.
• AI Alive-drög renna út eftir sjö daga.
Hvernig hægt er að búa til AI Alive-vídeó
1. Pikkaðu á Prófíll neðst í TikTok-appinu.
2. Pikkaðu á prófílmyndina þína. Þú getur líka pikkað á prófílmyndina þína í pósthólfinu eða í Fyrir þig- eða Fylgir-streymunum.
3. Taktu mynd eða pikkaðu á hnappinn Hlaða upp til að bæta mynd við út tækinu þínu.
4. Pikkaðu á hnappinn AI Alive á hliðarsvæðinu.
5. Sláðu inn textaskipun eða veldu þá sem er sjálfgefin og pikkaðu síðan á hnappinn Halda áfram. Ef þú ert að nota AI Alive í fyrsta sinn þarftu að gefa appinu aðgang til að búa til vídeóið.
6. Héðan geturðu:
༚ Pikkað á hnappinn AI Alive á hliðarsvæðinu og pikkað síðan á Hætta myndun til að hætta að búa til AI Alive-vídeóið.
༚ Pikkað á Sagan þín til að hlaða vídeóinu upp í söguna þína. Þú getur líka pikkað á hnappinn AI Alive á hliðarsvæðinu til að búa myndina til aftur með nýrri skipun eða slökkva á AI Alive-stillingunni.
Mikilvægt að vita um AI Alive-vídeó:
• Um eina mínútu tekur að búa til AI Alive-vídeó en þú getur notað aðra eiginleika á TikTok á meðan beðið er. Við látum þig vita þegar vídeóið er klárað.
• Þú hefur aðgang að kláruðum AI Alive-vídeóum og þeim sem eru í vinnslu í drögum eða tilkynningum.